Ís

SúkkulaðiíspinnarÉg eeeeelska súkkulaði og súkkulaðiís! Til að súkkulaðiís standist væntingar mínar þarf hann að vera creamy, með miklu súkkulaðibragði og svo skemmir ekki fyrir ef ég fæ að bíta mig í gegnum stökkt lag af súkkulaði…. svo vil ég hafa hann úr hráefnum sem gera mér gott. Hér deili ég með ykkur uppskrift af súkkulaðiís sem tikkar í öll box. Hann er laus við sykur og aukaefni og inniheldur aðeins 5 hráefni (6 ef við teljum salt með), hann er lífrænn í þokkabót.
Silkimjúkur Oatly jarðarberjaísJarðarberjaís er einn af mínum uppáhalds en undanfarið hefur mér fundist erfitt að finna góðan jarðarberjaís og hvað þá í vegan útgáfu. Þessi ís er mjög auðveldur í gerð og hentar jafn vel í ísform sem og skálar. Ég nota jarðarberjadropa til þess að ýkja jarðarberjabragðið en þess þarf ekki frekar en þið viljið. Persónulega finnst mér ég ekki þurfa íssósu en gott ískex og fersk jarðarber eru ljómandi góð með ísnum. Oatly VISP þeytirjóminn hentar mjög vel í ísgerð og það er engin þörf á því að bæta einhverju öðru en bragðefnum, súkkulaði eða ávöxtum t.d. Hann hentar líka flestum þar sem hann er vegan og fer vel í litla maga.
Heit íssósaÞað er fátt betra og einfaldara en heimagerð, heit íssósa! Það má nota hvaða ís sem er með sósunni og gott er að leyfa henni aðeins að standa og þykkna áður en hún fer á ísinn. Ef þið viljið útbúa fljótlegan og ljúffengan eftirrétt þá er ís með heitri súkkulaðisósu málið!
PáskaísinnÞessi ís er einn sá besti, það passar virkilega vel að hafa marengsinn og krönsí súkkulaðiegg í hverjum bita, namm! Þessi ís er tilvalinn eftirréttur um páskana.
Vegan jólaís með heslihnetusúkkulaðiBragðgóður og einfaldur vegan jólaís. Hann inniheldur Oatly vanillusósu, Oatly rjóma og hrísgrjónasúkkulaði með heslihnetufyllingu frá Rapunzel. Vá hvað þessi blanda er góð og hátíðleg. Ég toppa svo ísinn með súkkulaðisósu úr dökku súkkulaðiáleggi frá Rapunzel ásamt ferskum berjum sem gerir hann extra hátíðlegan og fallegan.
Jólaís með DaimkúlumÞessi jólaís með Daimkúlum er einstaklega góður! Hann er léttur í sér og stökkar Daimkúlurnar gefa honum skemmtilega áferð. Ekki skemmir undursamleg, heit karamellusósa fyrir. Það er mjög hentugt að hvolfa heimatilbúnum ís úr formkökuformi því það er gott að skera hann þannig í sneiðar sem henta hverjum og einum.
Fullkomni Toblerone ísinnÉg hugsa Toblerone ís sé eitthvað sem verður að vera á boðstólnum yfir hátíðirnar fyrir einhverja aðila. Þetta er algjör klassík og allir elska þennan ís, hvað þá þegar hann er borinn fram með heitri Tobleronesósu! Það er mun einfaldara en margur heldur að útbúa heimagerðan ís og þessi hér er einstaklega ljúffengur og góður.
Súrir sumarpinnarÍskaldir, svalandi, súrir og sætir frostpinnar sem ofureinfalt er að útbúa!
Sykurlaus lakkrís ísLakkrís ísinn sem slær öll met! Einfaldur en afar ljúfengur. Heita súkkulaði og lakkríssósan er himneskt útá hvaða ís sem er!
Litlar vegan ískökur með OREOMögulega einn af einföldustu eftirréttum sem ég hef gert og þar að auki vegan! Hér kemur uppskrift að mjög svo ljúffengum litlum ískökum með OREO.
1 2 3