fbpx

Mjólkur og eggjalaus kókós ís með fylltu karamellusúkkulaði

Hér er dásamlega silkimjúkur og bragðgóður kókós ís sem er bæði eggja og mjólkurlaus sem allir ættu að geta notið.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 500 ml Oatly þeytirjómi
 1 krukka af So Vegan So Fine kókos smyrju
 1 dós kókosmjólk bara hvíta þykka lagið sem leggst ofan á en mér finnst Rapunzel kókósmjólkin langbest
 2 dl kókosmjöl eða kókosflögur
 ½ dl Rapunzel hlynsíróp
 nýkreistur safi úr 1/2 sítrónu
 ½ tsk vanilludropar
 klípa af grófu salti
 100 g karamellu fyllt rjómasúkkulaði eða gott súkkulaði að eigin vali

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að þeyta Oatly rjómann þar til hann er orðinn vel þykkur og þéttur (best að nota þeytarann til verksins hér)

2

Bætið svo næst So Vegan So fine smyrjunni, hvíta þykka laginu ofan af kókósmjólkinni, hlynsírópinu, sítrónusafanum, vanilludropunum og saltinu út í rjómann. Skiptið út þeytaranum yfir í flata hrærarann eða svokallaða t stykkið og hrærið þar til allt er vel blandað saman

3

Skerið svo niður súkkulaði plötuna í smáa bita og bætið saman við ásamt kókósmjölinu og hrærið varlega saman með sleikju. Mjög varlega !!

4

Hellið í stórt mót sem rúmar c.a 2 lítra og setjið filmuplast eða lok yfir og frystið í lágmark 8 klst

5

Gott er að taka ísinn út og láta standa 15 mínútur áður en hann er borinn fram

6

Góður einn og sér eða með góðri íssósu að eigin vali


DeilaTístaVista

Hráefni

 500 ml Oatly þeytirjómi
 1 krukka af So Vegan So Fine kókos smyrju
 1 dós kókosmjólk bara hvíta þykka lagið sem leggst ofan á en mér finnst Rapunzel kókósmjólkin langbest
 2 dl kókosmjöl eða kókosflögur
 ½ dl Rapunzel hlynsíróp
 nýkreistur safi úr 1/2 sítrónu
 ½ tsk vanilludropar
 klípa af grófu salti
 100 g karamellu fyllt rjómasúkkulaði eða gott súkkulaði að eigin vali

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að þeyta Oatly rjómann þar til hann er orðinn vel þykkur og þéttur (best að nota þeytarann til verksins hér)

2

Bætið svo næst So Vegan So fine smyrjunni, hvíta þykka laginu ofan af kókósmjólkinni, hlynsírópinu, sítrónusafanum, vanilludropunum og saltinu út í rjómann. Skiptið út þeytaranum yfir í flata hrærarann eða svokallaða t stykkið og hrærið þar til allt er vel blandað saman

3

Skerið svo niður súkkulaði plötuna í smáa bita og bætið saman við ásamt kókósmjölinu og hrærið varlega saman með sleikju. Mjög varlega !!

4

Hellið í stórt mót sem rúmar c.a 2 lítra og setjið filmuplast eða lok yfir og frystið í lágmark 8 klst

5

Gott er að taka ísinn út og láta standa 15 mínútur áður en hann er borinn fram

6

Góður einn og sér eða með góðri íssósu að eigin vali

Mjólkur og eggjalaus kókós ís með fylltu karamellusúkkulaði

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
ÁvaxtasafapinnarÉg er farin að hlakka óendanlega mikið til sumarsins og ég lék mér með ljós sólarinnar við að mynda þessa…
MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…