#partýréttur

Eggaldin bruschetturHér erum við með ótrúlega skemmtilegar glútenlausar eggaldin bruschettur sem henta vel fyrir þá sem vilja minnka eða sneiða framhjá brauði.
Roast beef vefjaSælkeravefja með vel af roast beef kjöti og Heinz Sandwich spread sósu.
Kalkúna klúbbsamlokaKlúbbsamloka er eitthvað sem allir elska! Kalkúnn, beikon og majónes borið fram með Stellu.
SilungssneiðarÞað þarf ekki að vera flókið til að vera gott! Ég elska þegar eitthvað svona einfalt slær algjörlega í gegn. Það tekur enga stund að smella í þessa dásemd og til þess að flýta enn frekar fyrir getið þið keypt niðurskorinn silung/lax. Rjómaostur með lauk fullkomnar þetta síðan allt saman!
RjómaostadraumurÞað eru alltaf einhver ný „trend“ í matarbloggheiminum og þetta er klárlega nýjasta nýtt! Ég hef gert ýmsar ídýfur með rjómaosti en aldrei neitt svona súper einfalt og gott!
Oreo kúlurEinfaldar OREO kúlur sem krakkarnir elska að gera. Gott að kæla og njóta síðar.
CurlymolarVel klístraðar og með nóg af súkkulaði og til að toppa það kemur karamellukeimurinn í gegn, namm!
Partýbakki fyrir HrekkjavökunaHér eru á ferðinni uppskriftir og hugmyndir sem allir ættu að ráða við að gera, svo lengi sem þeir hafa smá þolinmæði og nennu fyrir því að raða fallega saman. Hér er bæði snarl sem er matarkyns, grænmeti og ávextir í bland við kex, snakk og sælgæti þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Stökkar kjötbollur í Hoi Sin sósuÞessar bollur eru frábær partýmatur og geta í raun verið einar og sér, kaldar á smáréttarhlaðborði eða með hrísgrjónum sem heit máltíð.
Quesadilla hringurFylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.
Pizza eðla með snakkinuHér er í raun sama aðferð notuð og í hefðbundna eðlu, bara pizzasósa í stað salsa sósu og mun meiri ostur og pepperóni.
1 2 3