#oscar

Shawarma kjúklingaskál með krydduðum hrísgrjónum og Turkish style hvítlaukssósuInnblásturinn að þessum ljúffengu Shawarma kjúklingaskálum er fenginn frá skyndibitakeðjunni Halal guys sem rekur staði og vagna í New York. Þar myndast langar raðir daglega þar sem fólk bíður þess að fá vel kryddaðan kjúkling og gul hrísgrjón með hvítlauksósu og salati. Þeir hugrökkustu biðja um extra rauða sósu, en hún er svakalega sterk!
Matarmikil grænmetissúpaÞað er ekta súpuveður þessa dagana, útkoman varð stórkostleg, matarmikil og ljúffeng grænmetissúpa
Kjúklingaréttur í ofniHér er á ferðinni ekta hversdagsmatur sem allir í fjölskyldunni elska. Það er alltaf svo gott þegar hægt er að setja allt í eitt fat til að hita í ofni, þá er hægt að ganga frá og leggja á borð á meðan það eldast.
Andabringur með rauðvínssósuHátíðlegur réttur, ég mæli með því að byrja á því að græja grunninn fyrir sósuna og leyfa því að malla á meðan allt annað er undirbúið. Einnig þarf að koma kartöflunum í suðu og marinera sveppina áður en byrjað er á bringunum til þess að þetta smelli allt saman á réttum tíma.
Rjúpur og tilheyrandiMargir mauksjóða rjúpurnar í sósunni og vilja láta þær hanga lengi svo villibráðarbragðið skíni sterkt í gegn. Þessi aðferð er þó öllu nýstárlegri og eru rjúpurnar mun mildari á bragðið en á hinn veginn.
Ljúffengar andabringur og meðlætiFranskar andabringur með steiktum kartöflum, kantarella sveppasósu og rósakáli með rjóma og parmesan. Gott er að bera öndina fram með t.d. waldorfsalati og það er algjört „must“ að steikja kartöflurnar upp úr andafitunni. Rósakál með rjóma og parmesan setur punktinn yfir i-ið og allt rennur þetta svo ljúflega niður með góðu rauðvíni. MMMmmmm…!
Ljúffeng humarsúpaKlassísk og ljúffeng humarsúpa og það besta við hana er að hún er jafnvel ennþá betri daginn eftir. Þá er gott að sleppa því að setja humarinn út í súpuna og setja hann ofan í áður en þið berið hana fram. Þessi humarsúpa er frábær forréttur, en ef að þið viljið meiri mátlítð úr súpunni þá mæli ég með að bæta við meiri humar í súpuna. Mér finnst humarkrafturinn frá Oscar og smá red curry frá Blue dragon setja punktinn yfir i-ið og gefa súpunni svo gott bragð.
1 2 3 4 8