#nautahakk

Big Mac TacosÞetta er geggjað gott og líka alls ekki flókið! Bara útbúa sósuna fyrst og þá er restin leikur einn!
Taco ídýfaKaldar rjómaostadýfur eru í miklu uppáhaldi. Það er því gaman að prófa eitthvað nýtt í slíkum efnum og hér kemur ein sem kláraðist upp til agna! Þessi er matarmeiri en margar því hún er með hakki og svo fer magn af grænmeti og osti ofan á eftir smekk!
HeimilisbakaSælkerabaka með kartöflumús, hakkfyllingu og smjördeigi.
Ítalskar kjötbollur í bragðmikilli marina tómatsósuÞessar kjötbollur eru alveg ótrúlega þægilegar, það tekur enga stund að útbúa þær og þær eru síðan bakaðar í ofni í stað þess að þurfa að standa við pönnuna og steikja þær. Það sem gerir þær alveg ómótstæðilegar eru kryddin frá Liquid Organic en það eru fersk krydd sem koma í litlum flöskum. Sparar tíma og fyrirhöfn og gefa fullkomið kryddbragð. Í þessar nota ég þrjár tegundir, chili, hvítlauk og basiliku. Það besta er að flöskurnar geymast lengi og því þurfum við ekki að vera að henda afgangnum af kryddunum eins og við lendum oft í þegar við kaupum fersk krydd. Ég nota kryddin auðvitað í sósuna líka sem er gerð frá grunni og er einnig mjög einföld og gott að græja hana á meðan bollurnar eru í ofninum. Svo sýð ég gott spaghettí og ber fram með bollunum og sósunni. Þetta er frekar stór uppskrift en ég mæli með að taka helminginn af bollunum og frysta þær. Frábært að eiga tilbúnar bollur í frysti þegar við nennum ekki að elda.
Eðlu burritoHver elskar ekki eðlu eða burrito? Því ekki þá að sameina þessar dásemdir og gera bara eðlu burrito ?
Ofnbakaðar tortillarúllurLjúffengar tortillarúllur fylltar með nautahakki, osti, sýrðum rjóma og tómötum bakaðar inn í ofni og bornar fram með guacamole og sýrðum rjóma.
Stökkar kjötbollur í Hoi Sin sósuÞessar bollur eru frábær partýmatur og geta í raun verið einar og sér, kaldar á smáréttarhlaðborði eða með hrísgrjónum sem heit máltíð.
Hamborgaravefja BBQGómsæt vefja með mini hamborgurum og BBQ sósu sem er snilld að gera í útilegunni.
BBQ borgararGrillaður hamborgari með BBQ beikonsultu og rauðkálssalati.
1 2