#hveiti

Krönsí Daim smákökurHvað er betra en Daim súkkulaði í smákökur? Þessar eru með þeim betri, mjúkar að innan og stökkar að utan. Daim súkkulaðið gerir kökurnar bæði ljúfar og krönsí. Ég hvet ykkur til að prófa þessar á aðventunni.
Þegar þú blikkar kjúklingasamlokanÞessi samloka sækir innblástur sinn lauslega í jólalagið ‘Þegar Þú Blikkar’ með Herra Hnetusmjör og Björgvin Halldórs. Kjúklingabringur maríneraðar í hnetusmjöri og súrmjólk eru djúpsteiktar, toppaðar með danbo osti og chili gljáa. Svo borið fram í hamborgarabrauði með hvítlaukssósu og rauðkáli.
Súkkulaðikaka í bollaEf súkkulaðikaka gæti verið tilbúin á örfáum mínútum, þá væri lífið sko auðveldara! Hvað þá ef það er hægt að gera bara lítinn skammt fyrir einn eða tvo, eða bara marga sem hver og einn fengi sinn bolla! Þessi kaka uppfyllir þessa drauma og gott betur en það, það tekur örfáar mínútur að hræra í hana og baka og þið eruð komin með ylvolga súkkulaðiköku sem toppa má með ís og súkkulaðisósu til að gera gott enn betra, BOOM!
Sætar súkkulaðibitakökurSmákökur eru alltaf bestar nýbakaðar að mínu mati og þessar hér, maður minn! Þær voru guðdómlegar nýbakaðar með ískaldri mjólk!
Ensk döðlukaka með dökkri karamellusósu og þeyttum hafrarjómaÞessi kaka er af enskum uppruna og yfirleitt kölluð “búðingur” en hún er mjög létt í sér og hefur áberandi karamellukeim. Það tekur enga stund að gera hana og hentar fullkomlega sem eftirréttur, í saumaklúbbinn eða jafnvel á vegan jólahlaðborðið.
Vegan hafraklattar með rúsínum og kanilÞessi heilaga þrenna, hafrar, rúsínur og kanill eru hér samankomin í dásamlegum vegan smákökum. Eða klattar öllu heldur þar sem þessar kökur eru ekkert sérstaklega smáar. Þær gætu vel verið jólasmákökur en þær eru bara það góðar að það væri synd að baka þær bara fyrir jólin. Þessar eru langbestar nýbakaðar með stóru glasi af Oatly haframjólk!
Ekta ítalskar biscotti með lífrænum möndlumVið sem elskum Ítalíu og ítalskan mat sláum nú ekki höndinni á móti biscotti með kaffinu. Stökkar, bragðgóðar og fullkomnar ítalskar smákökur til að dýfa í funheitt, rótsterkt kaffi. Það sem er svo skemmtilegt við þessa uppskrift er að hún er vegan. Uppskriftin er auk þess einföld og kökurnar geymast vel í loftþéttu boxi.
Djúsí súkkulaði BROWNIEAlmáttugur minn, þessi kaka! Sjúklega djúsí og klístruð með ríku súkkulaðibragði, alveg eins og svona kökur eiga að vera, namm!
Brownies með Milka Daim súkkulaðiHér kemur uppskrift að mjög ljúffengum brownies eða brúnkum með Milka Daim súkkulaði. Passar sérlega vel sem eftirréttur með ís eða rjóma. Mér finnst svo gott þegar kakan er smá blaut eða „chewy“ að innan og aðeins volg. Þessi uppskrift klikkar aldrei og Milka Daim súkkulaðið setur punktinn yfir i-ið. Mæli með!
1 2 3 4 7