Sumarlegur grillréttur sem er bæði ferskur og góður! Djúsí BBQ kjúklingalæri með smá ananas og pínu chili með salati, avókadó, fetaosti, pistasíuhnetum, tómötum og rauðlauk. Sósan setur punktinn yfir i-ið. Létt hvítvín fer líka einstaklega vel með. Fullkomið í sumarveisluna eða bara sem einfaldur kvöldverður.
Þessir BBQ chilli kjúllaleggir eru fullkomnir, hvort sem er á sameiginlegt hlaðborð eða sem kvöldmatur fyrir alla fjölskylduna. Auðvitað má hafa franskar, hvítlauksbrauð eða annað með þeim en mikið sem þeir eru góðir einir og sér, bæði heitir og kaldir!
Þessar dásamlegu bollur eru fullkomnar á smáréttahlaðborðið, í útileguna eða sem máltíð með góðu meðlæti. Það er einfalt að búa þær til og ég mæli með að þið prófið!