Smörrebröd með marineruðum gulrótum og lífrænni graflaxsósuÍ fyrra smakkaði ég graflaxsósu í fyrsta sinn og ég er mikil sinnepskona og elska dill svo þetta var nýtt og skemmtilegt bragð fyrir mér. Þessi sósa virðist tengjast hátíðunum þó ég þekki þessa hefð alls ekki en mig langaði að gera lífræna graflaxsósu og prófa mig áfram með hátíðlegt smörrebröd. Hér erum við með smörrebröd, sem væri að sjálfsögðu hægt að bera fram sem minni snittur, með grænum blöðum, avocado, marineruðum gulrótum, capers og lífrænni graflaxsósu. Döðlusíróp er eitthvað sem ég uppgötvaði nýlega og ég elska að nota það í dressingar svo það lá beinast við að nota það. Ég sæki innblástur í vegan graflax sem virðist vera vinsæll fyrir jólin nema ég hef ekki hugmynd um það hvernig graflax er á bragðið svo alls ekki búast við því bragði, en mér fannst bara svo ótrúlega skemmtileg hugmynd að marinera gulrætur með brögðum sem ég elska og toppa svo með sætri lífrænni graflaxsósu með döðlusíró
Mjúkar glútenlausar piparkökumuffinsÍ desember er mikill hátíðarspenningur og margir vilja gera vel við sig. Ég verð alltaf fyrir innblástri af jólabakstri í desember og set mér skemmtilegar áskoranir að setja hátíðargúmmelaði í aðeins næringarríkari búning. Piparkökumuffins var það sem ég fékk á heilann. Bakstur er algjör eðlisfræði og eftir nokkrar tilraunir þá öðlaðist ég enn meiri skilning á bakstri. Eplaedik og matarsódi gerir galdur hef ég komist að í vegan bakstri og hörfræ sjá svo sannarlega um hlutverk eggja. Hér höfum við mjúkar, fluffy og ótrúlega góðar piparkökumuffins sem eru glútenlausar og án hvíts sykur þó lygilegt sé.
Hátíðleg kókosterta með stórkostlegu súkkulaðikremiÞessi sparilega terta er fullkomin fyrir alla unnendur kókoss og súkkulaðis. Það er smá bounty fílíngur í henni en á einhvern fágaðan hátt. Dúnmjúkir kókosbotnarnir fara einstaklega vel með þessu unaðslega súkkulaðikremi sem toppar allar aðrar súkkulaðikrems uppskriftir að mínu mati. Það er fínlegt kókosbragð af kreminu vegna kókoskremsins sem er í því og brædda dökka súkkulaðið gerir það algerlega fullkomið. Þessi drottning sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er yfir hátíðarnar. Kókoskremið frá Rapunzel er vegan og það er lítið mál að veganvæða uppskriftina. Þá er hægt að nota aquafaba í stað eggjanna, Oatly mjólk í stað mjólkurvaranna og vegan smjör í stað venjulegs smjörs.
Cointreau konfektmolarÞað er fátt sem toppar heimatilbúnar jólagjafir og ekki skemmir fyrir ef hún er himnesk á bragðið. Hér er ein slík hugmynd, Cointreau konfektmolar búnir til úr kransakökumassa og bræddu súkkulaði með appelsínubragði.
Kjúklingabauna taco með avocado-límónu kremi og chili krönsiÁ mínu heimili er mexíkóskur matur líklega sá allra vinsælasti af öllu sem boðið er upp á. Og hann er svo sannarlega oft á boðstólum í allskonar útgáfum. Það hjálpar vissulega til hversu ótrúlega fljótlegt það er að útbúa hann. Yfirleitt eru þetta allra handa tortillur og taco kökur fylltar með öllu mögulegu. Fer oft eftir því hvað er til í kælinum og hvaða sósur eru til. Ég á alltaf til kjúklingabaunir í dós en mér finnst ótrúlega þægilegt að grípa í þær þegar ég nenni ekki að hafa kjöt. Síðan eru þær líka hræ ódýrar. Ég geri líka yfirleitt mitt eigið taco krydd en það er ótrúlega einfalt og miklu ódýrara og hollara en það sem til er í bréfum. Og síðan, það allra mikilvægasta í heimagerða taco bransanum er að hafa eitthvað krönsí með, hvort sem það eru nachos flögur eða annað snakk. Alveg sjúklega gott og passar fullkomlega með þessu taco-i.
Kasjúhnetusmurostur með graslaukHér er á ferð algjörlega ruglaður smurostur, mínir bragðlaukar segja að hann toppi alla aðra smurosta hvort sem þeir séu vegan eða ekki. Ostinn má smyrja á brauðmeti eða kex eða setja útá pastað. Hann er æðislega mjúkur og fer í raun vel með nánast hverju sem er og hægt að nota hann sem ídýfu fyrir grænmeti eða snakk á góðu kósýkvöldi, já eða eins og á bakkanum á myndinni. Það besta við ostinn er að hann inniheldur fá hráefni og er án allra aukaefna. Uppskriftin er frekar stór því mér finnst bara ekki taka því að gera minni uppskrift þar sem smurosturinn hverfur fljótt hér heima og það tekur svolítinn tíma að bíða eftir að osturinn verði tilbúinn. En það hefur einnig áhrif að mér finnst oft auðveldara að fá réttu áferðina í blandaranum þegar ég hef uppskriftina stærri en blenderkannan mín er frekar víð. Það er vel hægt að helminga uppskriftina í fyrstu tilraun. Í uppskriftinni notast ég við Probi mage góðgerla sem eru bragðhlutlausir sem hjálpa ostinum að gerjast og fá þetta súra bragð sem einkennir smurosta. Ég læt ostinn gerjast í þurrkofni en einnig er hægt að leyfa honum að gerjast á hlýjum stað án þurrkofns (t.d. í skáp fyrir ofan ísskápinn, þarf verður oft hlýtt). Það verður aðeins öðruvísi bragð, örlítið súrara bragð.
Súkkulaðibitakökur með saltkaramellusúkkulaðiHér er á ferðinni súkkulaðibitakökur með saltkaramellusúkkulaði. Kökurnar eru mjúkar í miðjunni og brúnaða smjörið gefur þeim extra gott bragð. Lykilatriði er að baka þær ekki of lengi og toppa þær með smá bræddu súkkulaði.
Spaghetti CarbonaraHvernig væri að skella í dýrindis spaghetti carbonara sem tekur enga stund að útbúa og er dásamlega gott? Þessi uppskrift inniheldur fá en góð hráefni.
Hrekkjavöku drauganammiLjúffengt hrekkjavökusælgæti sem inniheldur rice krispies, Tony’s mjólkursúkkulaði, hnetusmjör, síróp og skreytt með hvít súkkulaði draugum. Súkkulaðinu sjálfu er skipt í ójafna parta en það er gert til að endurspegla misréttið sem á sér stað við framleiðslu kakóbauna sem er svo algengt í dag. Markmiðið hjá Tony’s er að framleiða gæða súkkulaði algerlega án þrælkunar.
Rauðrófusalat með próteinspírum og ristuðum sesamfræjumÞetta salat er ekki bara ótrúlega gott heldur algjört dúndur hvað varðar næringu. Rauðrófurnar þarf varla að kynna en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér og eru tíður gestur á miðlinum mínum. Þær eru fullar af næringu, járni og styðja einnig við nýrun og lifrina sem gegna meðal annars því mikilvægi hlutverki að hreinsa kroppinn. Til að trompa þetta salat bætum við útí spíraðri próteinblöndu (spíraðar linsur og mungbaunir) sem er frábær uppspretta af basískum próteinum. Auk þess eru spíraðar linsur og baunir auðmeltanlegar og næringin auðveld í upptöku sem sparar líkamanum orku. Ég myndi segja að þetta salat væri hið fullkomna “post workout” salat… það væri nú skemmtilegt að sjá það verða mainstream að fá sér salat eftir æfingu! Nánar um það afhverju basísk prótein eru góð eftir æfingu í story. Ef þú ert hrædd/ur um að þú finnir moldarbragð af rauðrófunum þá þarftu ekki að hafa áhyggjur, engifer-sesamdressingin og ristuðu sesamfræin sjá um að láta það hverfa. Salatið er fullkomið sem hliðarsalat með hvaða rétti sem er, sem hluti af salati eða skemmtileg viðbót við núðluréttinn…. svo má líka bara borða það eitt og sér eins og ég gerði eftir þessa myndatöku.
Haustlegur pottréttur með grænum linsum og kartöflumÁrstíðin sem kallar á matmiklar súpur og pottrétti er gengin í garð. Þetta má kannski kalla súpu en því lengur sem hún stendur í pottinum verður hún að pottrétti þar sem linsurnar halda áfram að draga í sig vökvann. Grænar linsur eru ótrúlega skemmtilegar því þær halda forminu sínu og verða ekki að mauki. Þær er því líka hægt að nota í köld salöt. Hér erum við með algjöran hversdagspottrétt og algjör bónus að hráefnið er ódýrt, mettandi og að sjálfsögðu nærandi sem kannski skiptir öllu máli. Það sem skemmtilegra er að grunnuppskriftin býður uppá breytilega krydd möguleika. Hér erum við með sæt indversk krydd en kartöflur, hvítlaukur og steinselja passa líka einstaklega vel við grísk eða ítölsk krydd svo ég mæli með að prófa sig áfram eftir skapi dagsins og leika sér aðeins með krydd. Er uppskriftin barnvæn? Þegar það kemur að mat þá er “barnvænt” mjög afstætt hugtak. Á mínu heimili er hún það, hver veit nema hún sé það líka á þínu heimili. Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi. Grænu lífrænu linsurnar frá Rapunzel halda formi sínu við suðu svo þær eru líka frábærar í t.d. kalt linsusalat, einnig er hægt að spíra þær!
Hvítsúkkulaði ostakaka með kókoskexbotni, hvítsúkkulaði ganache og ristuðum kókosKókos og hvítt súkkulaði er ein af mínum uppáhalds bragðsamsetningum (er það ekki annars orð?) og ef við gerum ostaköku þar sem kókos og hvítt súkkulaði er í aðalhlutverki, hvað gæti þá mögulega klikkað? Alls ekkert ef þú spyrð mig! Ég bæti ekki sætu við fyllinguna né í botninn en mér fannst það alger óþarfi. Hvíta súkkulaðið sér alveg um að halda sætunni uppi. Fyllingin er silkimjúk og að ásettu ráði setti ég heldur ekki matarlím í hana en það má alveg bæta því við ef þið viljið hafa kökuna alveg stífa. Það er áberandi gott kókosbragð af henni en alls ekki of yfirþyrmandi. Kókoskexið sem ég nota í botninn er algerlega stórkostlegt í ostakökur og þið verðið sannarlega ekki svikin af þessari.
1 3 4 5 6 7 41