Í desember er mikill hátíðarspenningur og margir vilja gera vel við sig. Ég verð alltaf fyrir innblástri af jólabakstri í desember og set mér skemmtilegar áskoranir að setja hátíðargúmmelaði í aðeins næringarríkari búning. Piparkökumuffins var það sem ég fékk á heilann. Bakstur er algjör eðlisfræði og eftir nokkrar tilraunir þá öðlaðist ég enn meiri skilning á bakstri. Eplaedik og matarsódi gerir galdur hef ég komist að í vegan bakstri og hörfræ sjá svo sannarlega um hlutverk eggja. Hér höfum við mjúkar, fluffy og ótrúlega góðar piparkökumuffins sem eru glútenlausar og án hvíts sykur þó lygilegt sé.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að mala hafrana niður í hafrahveiti.
Malið einnig hörfræin niður í fínt duft og blandið nú öllum þurrefnum saman í stóra skál og blandið saman.
Bræðið kókosolíuna.
Blandið möndlumjólk, hlynsírópi og eplaediki saman í sér skál og hrærið. Bætið vökvablöndunni nú útí þurrefnin og hrærið vel.
Bætið að lokum kókosolíunni útí og hrærið saman við.
Leyfið deiginu að standa og taka sig í u.þ.b. 20 mínútur, hörfræin draga þá í sig vökva og myndar límeiginleika eins og egg myndu gera. (hér er ágætt að kveikja á ofninum).
Skiptið nú deiginu niður í lítil smurð muffinsform og bakið við 175° í 15 mínútur. Ath ég er með lítil munnbitamuffinsform, ef þið notið venjulega stærð gæti þurft nokkrar mínútur í viðbót.
Leyfið nú kökunum alveg að kólna til að ná réttu bragði og áferð.
Góðar eins og þær eru en passa einnig vel með ykkar uppáhalds vegan rjómaostakremi.
Verði ykkur að góðu.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að mala hafrana niður í hafrahveiti.
Malið einnig hörfræin niður í fínt duft og blandið nú öllum þurrefnum saman í stóra skál og blandið saman.
Bræðið kókosolíuna.
Blandið möndlumjólk, hlynsírópi og eplaediki saman í sér skál og hrærið. Bætið vökvablöndunni nú útí þurrefnin og hrærið vel.
Bætið að lokum kókosolíunni útí og hrærið saman við.
Leyfið deiginu að standa og taka sig í u.þ.b. 20 mínútur, hörfræin draga þá í sig vökva og myndar límeiginleika eins og egg myndu gera. (hér er ágætt að kveikja á ofninum).
Skiptið nú deiginu niður í lítil smurð muffinsform og bakið við 175° í 15 mínútur. Ath ég er með lítil munnbitamuffinsform, ef þið notið venjulega stærð gæti þurft nokkrar mínútur í viðbót.
Leyfið nú kökunum alveg að kólna til að ná réttu bragði og áferð.
Góðar eins og þær eru en passa einnig vel með ykkar uppáhalds vegan rjómaostakremi.
Verði ykkur að góðu.