fbpx

Kasjúhnetusmurostur með graslauk

Hér er á ferð algjörlega ruglaður smurostur, mínir bragðlaukar segja að hann toppi alla aðra smurosta hvort sem þeir séu vegan eða ekki. Ostinn má smyrja á brauðmeti eða kex eða setja útá pastað. Hann er æðislega mjúkur og fer í raun vel með nánast hverju sem er og hægt að nota hann sem ídýfu fyrir grænmeti eða snakk á góðu kósýkvöldi, já eða eins og á bakkanum á myndinni. Það besta við ostinn er að hann inniheldur fá hráefni og er án allra aukaefna. Uppskriftin er frekar stór því mér finnst bara ekki taka því að gera minni uppskrift þar sem smurosturinn hverfur fljótt hér heima og það tekur svolítinn tíma að bíða eftir að osturinn verði tilbúinn. En það hefur einnig áhrif að mér finnst oft auðveldara að fá réttu áferðina í blandaranum þegar ég hef uppskriftina stærri en blenderkannan mín er frekar víð. Það er vel hægt að helminga uppskriftina í fyrstu tilraun. Í uppskriftinni notast ég við Probi mage góðgerla sem eru bragðhlutlausir sem hjálpa ostinum að gerjast og fá þetta súra bragð sem einkennir smurosta. Ég læt ostinn gerjast í þurrkofni en einnig er hægt að leyfa honum að gerjast á hlýjum stað án þurrkofns (t.d. í skáp fyrir ofan ísskápinn, þarf verður oft hlýtt). Það verður aðeins öðruvísi bragð, örlítið súrara bragð.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 *Þurrkofn, létt form eða glerkrukku, síjuklút og teygju. Ef þú ætlar að gerja ostinn án þurrkofns myndi ég helminga uppskriftina.
 6 dl blautlagðar kasjúhnetur (rétt rúmlega 5 dl af þurrum hnetum), ég er að nota lífrænar kasjúhnetur frá Rapunzel.
 3 dl vatn
 1 tsk jurtasalt
 6 stk hylki góðgerlar, ég er að nota gerla frá Probi mage sem eru hlutlausir á bragðið
 1 tsk laukduft
 ¾ dl ferskur graslaukur

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að leggja kasjúhnetur í bleyti yfir nótt eða í amk 8 klst (en ekki lengur en 12 klst).

2

Setjið kasjúhneturnar ásamt vatni og salti í blandara og blandið þar til áferðin er orðin mjög jöfn og fín (slétt).

3

Tæmið þá góðgerlana úr hylkjunum útí blandarann og blandið nú gerlunum varlega við á lágum hraða í stutta stund.

4

Hellið kasjúmaukinu í mót sem hægt er að setja í þurrkofninn, ég nota silikonform sem er ætlað fyrir 6 stórar muffins. (Ef þú ert ekki með þurrkofn myndi ég nota glerílát og hylja ílátið með síjupoka og festa hann með teygju og láta standa á hlýjum stað).

5

Setjið formið inní þurrkofn og látið gerjast í 12-24 klst á um 41° hita. Því lengri gerjunartími því súrara bragð svo í raun smekksatriði eða spurning um hversu mikinn tíma þú hefur …. eða þolinmæði.

6

Eftir gerjunina er smurostinum komið fyrir í skál eða íláti sem þú kýst að geyma hann í (loftþétt glerílát er best) og hrærður vel, efsta lagið á smurostinum verður svolítið hart og gult eftir gerjunina, það má taka það af en það má líka bara hræra því vel við ostinn (ég geri það). Bætið laukdufti og graslauknum við og hrærið vel saman við hann.

7

Komið ostinum nú fyrir inní ísskáp og leyfið honum að kólna og þéttast í amk 4 tíma.

*Osturinn geymist í ca viku í loftþéttu íláti í ísskáp.

Verði ykkur að góðu.


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 *Þurrkofn, létt form eða glerkrukku, síjuklút og teygju. Ef þú ætlar að gerja ostinn án þurrkofns myndi ég helminga uppskriftina.
 6 dl blautlagðar kasjúhnetur (rétt rúmlega 5 dl af þurrum hnetum), ég er að nota lífrænar kasjúhnetur frá Rapunzel.
 3 dl vatn
 1 tsk jurtasalt
 6 stk hylki góðgerlar, ég er að nota gerla frá Probi mage sem eru hlutlausir á bragðið
 1 tsk laukduft
 ¾ dl ferskur graslaukur

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að leggja kasjúhnetur í bleyti yfir nótt eða í amk 8 klst (en ekki lengur en 12 klst).

2

Setjið kasjúhneturnar ásamt vatni og salti í blandara og blandið þar til áferðin er orðin mjög jöfn og fín (slétt).

3

Tæmið þá góðgerlana úr hylkjunum útí blandarann og blandið nú gerlunum varlega við á lágum hraða í stutta stund.

4

Hellið kasjúmaukinu í mót sem hægt er að setja í þurrkofninn, ég nota silikonform sem er ætlað fyrir 6 stórar muffins. (Ef þú ert ekki með þurrkofn myndi ég nota glerílát og hylja ílátið með síjupoka og festa hann með teygju og láta standa á hlýjum stað).

5

Setjið formið inní þurrkofn og látið gerjast í 12-24 klst á um 41° hita. Því lengri gerjunartími því súrara bragð svo í raun smekksatriði eða spurning um hversu mikinn tíma þú hefur …. eða þolinmæði.

6

Eftir gerjunina er smurostinum komið fyrir í skál eða íláti sem þú kýst að geyma hann í (loftþétt glerílát er best) og hrærður vel, efsta lagið á smurostinum verður svolítið hart og gult eftir gerjunina, það má taka það af en það má líka bara hræra því vel við ostinn (ég geri það). Bætið laukdufti og graslauknum við og hrærið vel saman við hann.

7

Komið ostinum nú fyrir inní ísskáp og leyfið honum að kólna og þéttast í amk 4 tíma.

*Osturinn geymist í ca viku í loftþéttu íláti í ísskáp.

Verði ykkur að góðu.

Kasjúhnetusmurostur með graslauk

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
LinsubaunahummusLinsubaunir eru fullar af vítamínum og steinefnum og auðga mataræði þitt með hollum skammti af jurtaprótíni og trefjum.