fbpx

Pizza fyrir tvo

Hér er á ferðinni ekta pizza fyrir rómantískan kvöldverð! Auðvitað má gera þessa pizzu við hvaða tilefni sem er en mér fannst þetta eitthvað svo ekta þannig stemming í henni. Almáttugur hvað perur, brie og karamelluhnetur eru fullkomin blanda og þið hreinlega verðið að prófa þessa snilld!

Magn2 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 50 g pekanhnetur
 50 g sykur
 20 g smjör
 1 gott pizzadeig að eigin vali
 5 msk ricotta ostur
 2 litlar perur
 0,75 brie ostur
 5 stk hráskinkusneiðar
 Filippo Berio balsamik gljái
 Ferskt timian
 Ólífuolía
 Salt, pipar, hvítlauksduft
 Njótið með Muga rauðvíni

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að útbúa karamelluhnetur með því að saxa pekanhneturnar niður og bræða næst sykurinn á pönnu. Setjið smjörið síðan á pönnuna áður en sykurinn fer að brenna, hrærið vel saman, lækkið hitann og blandið pekanhnetunum saman við. Leyfið hnetunum að drekka aðeins í sig karamelluna og hrærið vel. Dreifið síðan úr hnetublöndunni á bökunarpappír og leyfið að storkna á meðan pizzan er undirbúin.

2

Hitið ofninn í 220°C og mótið pizzu sem fyllir nánast út í eina bökunarplötu.

3

Smyrjið ricotta osti yfir botninn og skerið perur og brie ost í sneiðar og raðið yfir pizzuna.

4

Penslið með smá ólífuolíu og kryddið eftir smekk.

5

Bakið í 17-20 mínútur eða þar til botninn fer að gyllast vel og pizzan er tilbúin.

6

Toppið með hráskinku, karamelluhnetum, balsamik gljáa og smá fersku timian.


DeilaTístaVista

Hráefni

 50 g pekanhnetur
 50 g sykur
 20 g smjör
 1 gott pizzadeig að eigin vali
 5 msk ricotta ostur
 2 litlar perur
 0,75 brie ostur
 5 stk hráskinkusneiðar
 Filippo Berio balsamik gljái
 Ferskt timian
 Ólífuolía
 Salt, pipar, hvítlauksduft
 Njótið með Muga rauðvíni

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að útbúa karamelluhnetur með því að saxa pekanhneturnar niður og bræða næst sykurinn á pönnu. Setjið smjörið síðan á pönnuna áður en sykurinn fer að brenna, hrærið vel saman, lækkið hitann og blandið pekanhnetunum saman við. Leyfið hnetunum að drekka aðeins í sig karamelluna og hrærið vel. Dreifið síðan úr hnetublöndunni á bökunarpappír og leyfið að storkna á meðan pizzan er undirbúin.

2

Hitið ofninn í 220°C og mótið pizzu sem fyllir nánast út í eina bökunarplötu.

3

Smyrjið ricotta osti yfir botninn og skerið perur og brie ost í sneiðar og raðið yfir pizzuna.

4

Penslið með smá ólífuolíu og kryddið eftir smekk.

5

Bakið í 17-20 mínútur eða þar til botninn fer að gyllast vel og pizzan er tilbúin.

6

Toppið með hráskinku, karamelluhnetum, balsamik gljáa og smá fersku timian.

Pizza fyrir tvo

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
BBQ tortilla pizzaEf þig langar að útbúa eitthvað ofurfljótlegt og gómsætt, þá er það þetta hér! Sweet bbq sósan frá Heinz smellpassar…
MYNDBAND
PizzasnúðarHér voru pizzasnúðar útfærðir úr uppskrift af pizzadeigi. Útkoman var alveg dásamleg og nokkuð er ljóst að þessir snúðar verða…