fbpx

Spaghetti Carbonara

Hvernig væri að skella í dýrindis spaghetti carbonara sem tekur enga stund að útbúa og er dásamlega gott? Þessi uppskrift inniheldur fá en góð hráefni.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 350 g Spaghetti frá De Cecco
 1 msk Ólífuolía
 2 msk smjör
 270 g beikonsneiðar
 4 stk eggjarauður
 2 dl rifinn parmesan ostur + smá meira til að toppa með
 1 dl steinselja, smátt skorin
 salt og pipar
 pastavatn eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að smátt skera beikon, aðskilja eggjarauðurnar frá eggjahvítunum, rífa parmesan ostinn og smátt skera steinseljuna. Gott að hafa allt tilbúið áður en þið sjóðið spaghetti.

2

Sjóðið spaghetti eftir leiðbeiningum á pakkningu með smá salti í vatninu.

3

Steikið beikon upp úr 1 msk ólífuolíu þar til það verður stökkt. Lækkið í hitanum og bætið smjöri saman við.

4

Hrærið saman eggjarauðum, parmesan osti, steinselju, salti og pipar í skál. Bætið pastavatni saman við til að þynna sósuna eftir smekk en passið að vatnið sé ekki bullsjóðandi (við viljum ekki að eggin eldist).

5

Bætið spaghetti saman við beikonið á pönnunni og hrærið saman.

6

Takið pönnuna alveg af hellunni og blandið eggjablöndunni saman við. Það er mikilvægt að hafa ekki hita undir pönnunni þannig að eggin eldist ekki.

7

Toppa svo í lokin með parmesan osti, steinselju og njóta.


MatreiðslaMatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 350 g Spaghetti frá De Cecco
 1 msk Ólífuolía
 2 msk smjör
 270 g beikonsneiðar
 4 stk eggjarauður
 2 dl rifinn parmesan ostur + smá meira til að toppa með
 1 dl steinselja, smátt skorin
 salt og pipar
 pastavatn eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að smátt skera beikon, aðskilja eggjarauðurnar frá eggjahvítunum, rífa parmesan ostinn og smátt skera steinseljuna. Gott að hafa allt tilbúið áður en þið sjóðið spaghetti.

2

Sjóðið spaghetti eftir leiðbeiningum á pakkningu með smá salti í vatninu.

3

Steikið beikon upp úr 1 msk ólífuolíu þar til það verður stökkt. Lækkið í hitanum og bætið smjöri saman við.

4

Hrærið saman eggjarauðum, parmesan osti, steinselju, salti og pipar í skál. Bætið pastavatni saman við til að þynna sósuna eftir smekk en passið að vatnið sé ekki bullsjóðandi (við viljum ekki að eggin eldist).

5

Bætið spaghetti saman við beikonið á pönnunni og hrærið saman.

6

Takið pönnuna alveg af hellunni og blandið eggjablöndunni saman við. Það er mikilvægt að hafa ekki hita undir pönnunni þannig að eggin eldist ekki.

7

Toppa svo í lokin með parmesan osti, steinselju og njóta.

Spaghetti Carbonara

Aðrar spennandi uppskriftir