#púðursykur

Súkkulaðikaka í bollaEf súkkulaðikaka gæti verið tilbúin á örfáum mínútum, þá væri lífið sko auðveldara! Hvað þá ef það er hægt að gera bara lítinn skammt fyrir einn eða tvo, eða bara marga sem hver og einn fengi sinn bolla! Þessi kaka uppfyllir þessa drauma og gott betur en það, það tekur örfáar mínútur að hræra í hana og baka og þið eruð komin með ylvolga súkkulaðiköku sem toppa má með ís og súkkulaðisósu til að gera gott enn betra, BOOM!
Sætar súkkulaðibitakökurSmákökur eru alltaf bestar nýbakaðar að mínu mati og þessar hér, maður minn! Þær voru guðdómlegar nýbakaðar með ískaldri mjólk!
Jólaís með DaimkúlumÞessi jólaís með Daimkúlum er einstaklega góður! Hann er léttur í sér og stökkar Daimkúlurnar gefa honum skemmtilega áferð. Ekki skemmir undursamleg, heit karamellusósa fyrir. Það er mjög hentugt að hvolfa heimatilbúnum ís úr formkökuformi því það er gott að skera hann þannig í sneiðar sem henta hverjum og einum.
Ensk döðlukaka með dökkri karamellusósu og þeyttum hafrarjómaÞessi kaka er af enskum uppruna og yfirleitt kölluð “búðingur” en hún er mjög létt í sér og hefur áberandi karamellukeim. Það tekur enga stund að gera hana og hentar fullkomlega sem eftirréttur, í saumaklúbbinn eða jafnvel á vegan jólahlaðborðið.
Djúsí súkkulaði BROWNIEAlmáttugur minn, þessi kaka! Sjúklega djúsí og klístruð með ríku súkkulaðibragði, alveg eins og svona kökur eiga að vera, namm!
S’mores kakaÞessi kaka er vægast sagt dásamleg. Það má ýmist grilla hana á útigrilli eða baka hana í ofni.
ÚtileguskúffaÞað jafnast ekkert á við nýbakaða skúffuköku og ískalda mjólk! Nú eru útilegur og ferðalög að fara í gang að nýju og það er sannarlega hægt að slá í gegn með því að taka eina skúffuköku með í ferðalagið.
1 2 3 4