#parmesanostur

Súrdeigspizza með salsiccia og chilihunangi

Ekkert toppar góða heimagerða súrdeigspizzu með fullkominni blöndu af krydduðu, safaríku áleggi og stökkum botni. Þessi pizza sameinar djúpan bragðheim súrdeigsins, bragðmikla ítalska grillpylsu og sæta, kryddaða hlið chilihunangsins – ómótstæðileg blanda fyrir bragðlaukana.

Parmesanhjúpuð langaSælkerahjúpur úr majónesi og parmesanosti sem passar með öllum hvítum fisk. Einfalt og gott!
Kjúklingalæri með sítrónu & kramdar kartöflurHér kemur uppskrift að gómsætum ofnbökuðum kjúklingalærum með ferskum kryddjurtum, hvítlauk, sítrónu og chili. Kjúklingurinn er borinn fram með krömdum kartöflum, kaldri parmesan sósu og fersku salati. Ó svo ferskt og gott!
Klassískt sesarsalatHér er uppskrift að afar góðu sesarsalati. Uppskriftin er einföld og inniheldur romain salat, kjúkling í hvítlauks BBQ Caj P olíu, heimagerða súrdeigsbrauðteninga, sesarsósu og parmesan ost. Það er einnig gott að bæta við tómötum, ólífum og jafnvel avókadó.
Grillaður maís með rjómaostasmyrjuEftir að maður byrjar að borða ferskan maís þá er nefnilega ekki aftur snúið skal ég segja ykkur, þetta er hreinlega ekki það sama og frosinn maís!
Andabringur með rauðvínssósuHátíðlegur réttur, ég mæli með því að byrja á því að græja grunninn fyrir sósuna og leyfa því að malla á meðan allt annað er undirbúið. Einnig þarf að koma kartöflunum í suðu og marinera sveppina áður en byrjað er á bringunum til þess að þetta smelli allt saman á réttum tíma.
Ljúffengar andabringur og meðlætiFranskar andabringur með steiktum kartöflum, kantarella sveppasósu og rósakáli með rjóma og parmesan. Gott er að bera öndina fram með t.d. waldorfsalati og það er algjört „must“ að steikja kartöflurnar upp úr andafitunni. Rósakál með rjóma og parmesan setur punktinn yfir i-ið og allt rennur þetta svo ljúflega niður með góðu rauðvíni. MMMmmmm…!
1 2 3 7