Ljúffengir BBQ kjúklingastrimlarLúxus kjúklingastrimlar eins og þeir gerast bestir. Þeir eru mjúkir í gómsætum BBQ hjúp og bornir fram með gráðostasósu og kartöflubátum.
Batman OreokakaÞað er alltaf gaman að gera þemakökur, hvort sem það er fyrir afmæli eða eitthvað allt annað. Þessi kaka varð til sökum þess að ný BATMAN mynd er væntanleg og sérútgáfa af OREO Original kexinu hefur verið framleidd í takmörkuðu magni sem OREO & BATMAN kex með andlitsmynd af BATMAN.
Þegar þú blikkar kjúklingasamlokanÞessi samloka sækir innblástur sinn lauslega í jólalagið ‘Þegar Þú Blikkar’ með Herra Hnetusmjör og Björgvin Halldórs. Kjúklingabringur maríneraðar í hnetusmjöri og súrmjólk eru djúpsteiktar, toppaðar með danbo osti og chili gljáa. Svo borið fram í hamborgarabrauði með hvítlaukssósu og rauðkáli.
Súkkulaðikaka í bollaEf súkkulaðikaka gæti verið tilbúin á örfáum mínútum, þá væri lífið sko auðveldara! Hvað þá ef það er hægt að gera bara lítinn skammt fyrir einn eða tvo, eða bara marga sem hver og einn fengi sinn bolla! Þessi kaka uppfyllir þessa drauma og gott betur en það, það tekur örfáar mínútur að hræra í hana og baka og þið eruð komin með ylvolga súkkulaðiköku sem toppa má með ís og súkkulaðisósu til að gera gott enn betra, BOOM!
Marabou Daim ostakakaOstakökur eru sívinsælar og þessi hér er dásamlega ljúffeng með stökkum Oreobotni og mjúkri ostaköku með stökkum Marabou Daim bitum. Það er ýmist hægt að setja þær í form líkt og hér og skera þær í sneiðar en einnig er hægt að skipta uppskriftinni niður í nokkur minni glös og þá mætti sleppa gelatíninu. Það er hins vegar nauðsynlegt ef þið gerið heila köku og viljið að hún standi vel.
Djúsí súkkulaði BROWNIEAlmáttugur minn, þessi kaka! Sjúklega djúsí og klístruð með ríku súkkulaðibragði, alveg eins og svona kökur eiga að vera, namm!
Partýbakki fyrir HrekkjavökunaHér eru á ferðinni uppskriftir og hugmyndir sem allir ættu að ráða við að gera, svo lengi sem þeir hafa smá þolinmæði og nennu fyrir því að raða fallega saman. Hér er bæði snarl sem er matarkyns, grænmeti og ávextir í bland við kex, snakk og sælgæti þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Brownies með Milka Daim súkkulaðiHér kemur uppskrift að mjög ljúffengum brownies eða brúnkum með Milka Daim súkkulaði. Passar sérlega vel sem eftirréttur með ís eða rjóma. Mér finnst svo gott þegar kakan er smá blaut eða „chewy“ að innan og aðeins volg. Þessi uppskrift klikkar aldrei og Milka Daim súkkulaðið setur punktinn yfir i-ið. Mæli með!
1 2 3 4 5 10