fbpx

Smassborgara „Big Mac“ með Amerískri hamborgarasósu

Þessa dagana eru allir sjúkir í smassborgara og af góðri ástæðu! Smassborgarar eru sérstaklega ljúffengir, vel brúnaðir og safaríkir þar sem þeir eru steiktir í stutta stund við mjög háan hita.

Magn2 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 Heinz American Style Burger Sauce
 240 g Ungnautahakk
 4 stk Hamborgarabrauð lítil (Með sesam)
 4 stk Amerískur ostur í sneiðum
 25 g Íssalat
 2 stk Súr gúrka
 1 stk Laukur
 Franskar kartöflur
 Smjör

Leiðbeiningar

1

Mótið fjórar 60 gramma kúlur úr ungnautahakkinu. Varist að þjappa kjötinu of mikið saman.

2

Sneiðið lauk og súra gúrkur eftir smekk.

3

Bræðið smá smjör á pönnu og ristið hamborgarabrauðin þar til þau eru fallega gyllt. Við ætlum að rista 4 botna en aðeins 2 toppa svo við getum myndað þennan klassíska 2 hæða „Big Mac“.

4

Þar sem borgararnir eru mjög fljótir að steikjast er best að vera með hamborgarabrauðin klár áður en byrjað er að steikja.

5

Smyrjið brauðin með Heinz American Style hamborgarasósu, raðið káli í botn brauðin, lauk og súrum gúrkum í topp brauðin.

6

Nuddið ögn af olíu á steypujárnspönnu og bíðið þar til hún er rjúkandi heit. Setjið 2 kjöt kúlur á pönnuna og notið stálspaðana til að fletja kúlurnar kröftuglega niður. Saltið kjötið rausnarlega og piprið. Steikið í um 1 mín áður en þið snúið og setjið ost á kjötið. Setjið lok á pönnuna og bíðið í 20-30 sek þar til osturinn er bráðnaður. Endurtakið með restina af kjötinu.

7

Raðið saman borgurunum og berið fram með frönskum kartöflum.


Matreiðsla, MatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 Heinz American Style Burger Sauce
 240 g Ungnautahakk
 4 stk Hamborgarabrauð lítil (Með sesam)
 4 stk Amerískur ostur í sneiðum
 25 g Íssalat
 2 stk Súr gúrka
 1 stk Laukur
 Franskar kartöflur
 Smjör

Leiðbeiningar

1

Mótið fjórar 60 gramma kúlur úr ungnautahakkinu. Varist að þjappa kjötinu of mikið saman.

2

Sneiðið lauk og súra gúrkur eftir smekk.

3

Bræðið smá smjör á pönnu og ristið hamborgarabrauðin þar til þau eru fallega gyllt. Við ætlum að rista 4 botna en aðeins 2 toppa svo við getum myndað þennan klassíska 2 hæða „Big Mac“.

4

Þar sem borgararnir eru mjög fljótir að steikjast er best að vera með hamborgarabrauðin klár áður en byrjað er að steikja.

5

Smyrjið brauðin með Heinz American Style hamborgarasósu, raðið káli í botn brauðin, lauk og súrum gúrkum í topp brauðin.

6

Nuddið ögn af olíu á steypujárnspönnu og bíðið þar til hún er rjúkandi heit. Setjið 2 kjöt kúlur á pönnuna og notið stálspaðana til að fletja kúlurnar kröftuglega niður. Saltið kjötið rausnarlega og piprið. Steikið í um 1 mín áður en þið snúið og setjið ost á kjötið. Setjið lok á pönnuna og bíðið í 20-30 sek þar til osturinn er bráðnaður. Endurtakið með restina af kjötinu.

7

Raðið saman borgurunum og berið fram með frönskum kartöflum.

Smassborgara „Big Mac“ með Amerískri hamborgarasósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Big Mac HamborgariJá krakkar mínir, núna getið þið útbúið ykkar eigin „Big Mac“ heima í eldhúsinu! Það skiptir máli að fletja hakkið…
MYNDBAND
Grillaðar samlokurHér kemur ein djúsí, mjög einföld og ótrúlega góð samloka. Hún inniheldur uppáhalds hamborgarasósuna mína frá Heinz, skinku, salat, tómata,…