fbpx

Oreo rúlluterta með rjómaosta-vanillukremi og súkkulaðihjúp

Geggjuð Oreo rúlluterta með rjómaosta vanillukremi og súkkulaðihjúp sem þarf ekki að baka

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kökubotn
 350 g Oreo kex
 200 g Philadelphia light
Krem
 100 g mjúkt smjör
 260 g flórsykur
 50 g Philadelphia light
 1 tsk vanilludropar
Hjúpur
 200 g Milka súkkulaði bráðið

Leiðbeiningar

Kökubotninn
1

Setjið allt kexið í blandara og malið í fínt duft

2

Færið næst yfir í hrærivélarskál og bætið 200 gr af rjómaostinum út í

3

Hærið vel saman þar til er orðið að klístruðu deigi og allt vel blandað saman

4

Setjið deigið á disk með filmuplasti yfir og kælið í eins og 30 mín, má vera lengur, og gerið kremið til á meðan

Kremið
5

Byrjið á að þeyta mjúkt smjörið í smá stund

6

Bætið næst flórsykri, vanillu og rjómaosti út í og aukið hraðann

7

Þeytið þar til kremið er orðið vel ljóst og loftkennt gæti tekið alveg 5-7 mínútur og látið standa á borði þar til það er sett á kökuna

Samsetning
8

Takið deigið úr kælir og setjið það ofan á smjörpappa

9

Leggjið aðra örk af smjörpappír yfir og fletjið það út á milli pappanna með kökukefli í eins og 1 cm þykkan ferning

10

Takið efri pappann af og smyrjið næst kreminu yfir ferninginn og skiljið eftir án krems eins og cm frá köntunum

11

Rúllið svo kökunni upp með því að nota pappírinn sem er undir, þið togið í endann næst ykkur og rúllið upp með því að halda alltaf í endann meðan þið rúllið

12

Setjið næst upprúllaða kökuna með kreminu á inn í fyrstir og á meðan er gott að bræða súkkulaðið

13

Bræðið 200 gr Milka súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið því svo yfir kökuna og smyrjið vel yfir hliðarnar líka

14

Leyfið súkkulaðinu ögn að storkna á kökunni upp á borði eða við opinn glugga

15

Þegar súkkulaðið hefur storknað aðeins, þá er gott að setja kökuna í frystir í lágmark 30-60 mínútur áður en hún er borin fram

16

Geymið kökuna ávallt í frystir og berið fram frosna, þannig er hún laaaangbest


DeilaTístaVista

Hráefni

Kökubotn
 350 g Oreo kex
 200 g Philadelphia light
Krem
 100 g mjúkt smjör
 260 g flórsykur
 50 g Philadelphia light
 1 tsk vanilludropar
Hjúpur
 200 g Milka súkkulaði bráðið

Leiðbeiningar

Kökubotninn
1

Setjið allt kexið í blandara og malið í fínt duft

2

Færið næst yfir í hrærivélarskál og bætið 200 gr af rjómaostinum út í

3

Hærið vel saman þar til er orðið að klístruðu deigi og allt vel blandað saman

4

Setjið deigið á disk með filmuplasti yfir og kælið í eins og 30 mín, má vera lengur, og gerið kremið til á meðan

Kremið
5

Byrjið á að þeyta mjúkt smjörið í smá stund

6

Bætið næst flórsykri, vanillu og rjómaosti út í og aukið hraðann

7

Þeytið þar til kremið er orðið vel ljóst og loftkennt gæti tekið alveg 5-7 mínútur og látið standa á borði þar til það er sett á kökuna

Samsetning
8

Takið deigið úr kælir og setjið það ofan á smjörpappa

9

Leggjið aðra örk af smjörpappír yfir og fletjið það út á milli pappanna með kökukefli í eins og 1 cm þykkan ferning

10

Takið efri pappann af og smyrjið næst kreminu yfir ferninginn og skiljið eftir án krems eins og cm frá köntunum

11

Rúllið svo kökunni upp með því að nota pappírinn sem er undir, þið togið í endann næst ykkur og rúllið upp með því að halda alltaf í endann meðan þið rúllið

12

Setjið næst upprúllaða kökuna með kreminu á inn í fyrstir og á meðan er gott að bræða súkkulaðið

13

Bræðið 200 gr Milka súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið því svo yfir kökuna og smyrjið vel yfir hliðarnar líka

14

Leyfið súkkulaðinu ögn að storkna á kökunni upp á borði eða við opinn glugga

15

Þegar súkkulaðið hefur storknað aðeins, þá er gott að setja kökuna í frystir í lágmark 30-60 mínútur áður en hún er borin fram

16

Geymið kökuna ávallt í frystir og berið fram frosna, þannig er hún laaaangbest

Oreo rúlluterta með rjómaosta-vanillukremi og súkkulaðihjúp

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…