Uppskriftir

Sæt marokkósk linsusúpaDjúsí linsubaunasúpa með kókosmjólk sem er tilvalin sem léttur hádegisverður eða kvöldverður.
Sætar súkkulaðibitakökurSmákökur eru alltaf bestar nýbakaðar að mínu mati og þessar hér, maður minn! Þær voru guðdómlegar nýbakaðar með ískaldri mjólk!
CarobkúlurEinföld uppskrift að carobkúlum en það er geggjað að eiga svona orkukúlur í ísskápnum eða frystinum.
Kínóasalat með grænkáli og ólífumAlveg geggjað kínóasalat með grænkáli og ólífum sem má bæði borða heitt og kalt og því tilvalið til að eiga í ísskápnum og grípa fram sem meðlæti eða einfaldlega bæta dós af nýrnabaunum útí og borða sem aðalrétt.
Tacos með madras kjúklingiHér kemur uppskriftamyndband af tacos með indversku ívafi. Ég baka street tacos tortillur með hvítlaukssmjöri þannig að þær fá sérstaklega gott bragð. Ég fylli þær svo með madras kjúklingi, salati, gúrku, rauðlauk og mangó chutney sósu. Þessi réttur gjörsamlega leikur við bragðlaukana.
Jólaís með DaimkúlumÞessi jólaís með Daimkúlum er einstaklega góður! Hann er léttur í sér og stökkar Daimkúlurnar gefa honum skemmtilega áferð. Ekki skemmir undursamleg, heit karamellusósa fyrir. Það er mjög hentugt að hvolfa heimatilbúnum ís úr formkökuformi því það er gott að skera hann þannig í sneiðar sem henta hverjum og einum.
Himnesk Toblerone súkkulaðimúsÞessi súkkulaðimús er ein vinsælasta færslan hér á heimasíðunni, mörg þúsund manns heimsækja hana til dæmis fyrir hátíðirnar svo það er ekki hægt annað en mæla með henni í eftirrétt.
Marabou Daim ostakakaOstakökur eru sívinsælar og þessi hér er dásamlega ljúffeng með stökkum Oreobotni og mjúkri ostaköku með stökkum Marabou Daim bitum. Það er ýmist hægt að setja þær í form líkt og hér og skera þær í sneiðar en einnig er hægt að skipta uppskriftinni niður í nokkur minni glös og þá mætti sleppa gelatíninu. Það er hins vegar nauðsynlegt ef þið gerið heila köku og viljið að hún standi vel.
Fullkomni Toblerone ísinnÉg hugsa Toblerone ís sé eitthvað sem verður að vera á boðstólnum yfir hátíðirnar fyrir einhverja aðila. Þetta er algjör klassík og allir elska þennan ís, hvað þá þegar hann er borinn fram með heitri Tobleronesósu! Það er mun einfaldara en margur heldur að útbúa heimagerðan ís og þessi hér er einstaklega ljúffengur og góður.
Ensk döðlukaka með dökkri karamellusósu og þeyttum hafrarjómaÞessi kaka er af enskum uppruna og yfirleitt kölluð “búðingur” en hún er mjög létt í sér og hefur áberandi karamellukeim. Það tekur enga stund að gera hana og hentar fullkomlega sem eftirréttur, í saumaklúbbinn eða jafnvel á vegan jólahlaðborðið.
1 31 32 33 34 35 115