Sumarlegur grillréttur sem er bæði ferskur og góður! Djúsí BBQ kjúklingalæri með smá ananas og pínu chili með salati, avókadó, fetaosti, pistasíuhnetum, tómötum og rauðlauk. Sósan setur punktinn yfir i-ið. Létt hvítvín fer líka einstaklega vel með. Fullkomið í sumarveisluna eða bara sem einfaldur kvöldverður.
Þessar dásamlegu bollur eru fullkomnar á smáréttahlaðborðið, í útileguna eða sem máltíð með góðu meðlæti. Það er einfalt að búa þær til og ég mæli með að þið prófið!