fbpx

Pizza með buffalo kjúklingi

Gríðarlega gómsæt og djúsí pizza með buffalo kjúklingi og gráðostasósu. Lykilatriðið er að nota Philadelphia rjómaost í staðinn fyrir pizzasósu en það gerir pizzuna einstaklegs bragðgóða og djúsí.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Pizzadeig (2-3 pizzabotnar)
 12 g þurrger
 1,50 dl ylvolgt vatn
 1 msk hunang
 2 msk Filippo Berio ólífuolía
 1 tsk salt
 7 dl fínmalað spelt
Álegg
 100 g kjúklingur (gott að kaupa tilbúnar skornar kjúklingabringur)
 1 dl buffalo sósa
 4 msk Philadelphia rjómaostur
 3 dl rifinn ostur
 rauðlaukur, skorinn eftir smekk
 steinselja
 ferskt salat
Gráðaostasósa
 0,50 dl gráðaostur
 2 dl Heinz majónes
 1 dl sýrður rjómi
 salt og pipar
 1 msk sítrónusafi

Leiðbeiningar

1

Blandið saman þurrgeri, ylvolgu vatni og hunangi í skál. Leyfið að standa í 10 mínútur eða þar til blandan er byrjuð að freyða vel.

2

Bætið við ólífuolíu, salti og helmingnum af speltinu, Hærið saman og ég mæli með að nota hrærivél í verkið.

3

Bætið restinni af speltinu saman við og hnoðið vel saman. Enn og aftur mæli ég með að nota hrærivélina til að hnoða deiginu í 5-7 mínútur en annars er líka hægt að nota hendurnar.

4

Olíuberið rúmgóða skál, setjið deigið ofan í og leggið viskustykki yfir. Leyfið að hefast í klst eða meira.

5

Setjið öll hráefnin í sósuna saman í töfrasprota og blandið vel saman. Einnig hægt að stappa gráðostinn og hræra saman við hin hráefnin.

6

Blandið kjúklingnum og buffalo sósunni saman í skál.

7

Fletjið út deigið og smyrjið ríkulega með Philadelphia rjómaostinum.

8

Stráið mozzarella ostinum yfir og dreifið kjúklingunum og rauðlauknum yfir allt saman.

9

Bakið í ofni við 220°C á blæsti í 12-15 mínútur.

10

Stráið saxaðri steinselju yfir pizzuna og dreifið sósunni yfir.

11

Njótið.


DeilaTístaVista

Hráefni

Pizzadeig (2-3 pizzabotnar)
 12 g þurrger
 1,50 dl ylvolgt vatn
 1 msk hunang
 2 msk Filippo Berio ólífuolía
 1 tsk salt
 7 dl fínmalað spelt
Álegg
 100 g kjúklingur (gott að kaupa tilbúnar skornar kjúklingabringur)
 1 dl buffalo sósa
 4 msk Philadelphia rjómaostur
 3 dl rifinn ostur
 rauðlaukur, skorinn eftir smekk
 steinselja
 ferskt salat
Gráðaostasósa
 0,50 dl gráðaostur
 2 dl Heinz majónes
 1 dl sýrður rjómi
 salt og pipar
 1 msk sítrónusafi

Leiðbeiningar

1

Blandið saman þurrgeri, ylvolgu vatni og hunangi í skál. Leyfið að standa í 10 mínútur eða þar til blandan er byrjuð að freyða vel.

2

Bætið við ólífuolíu, salti og helmingnum af speltinu, Hærið saman og ég mæli með að nota hrærivél í verkið.

3

Bætið restinni af speltinu saman við og hnoðið vel saman. Enn og aftur mæli ég með að nota hrærivélina til að hnoða deiginu í 5-7 mínútur en annars er líka hægt að nota hendurnar.

4

Olíuberið rúmgóða skál, setjið deigið ofan í og leggið viskustykki yfir. Leyfið að hefast í klst eða meira.

5

Setjið öll hráefnin í sósuna saman í töfrasprota og blandið vel saman. Einnig hægt að stappa gráðostinn og hræra saman við hin hráefnin.

6

Blandið kjúklingnum og buffalo sósunni saman í skál.

7

Fletjið út deigið og smyrjið ríkulega með Philadelphia rjómaostinum.

8

Stráið mozzarella ostinum yfir og dreifið kjúklingunum og rauðlauknum yfir allt saman.

9

Bakið í ofni við 220°C á blæsti í 12-15 mínútur.

10

Stráið saxaðri steinselju yfir pizzuna og dreifið sósunni yfir.

11

Njótið.

Pizza með buffalo kjúklingi

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
BBQ pizza með kjúklingiÞessi pizza er hreint út sagt guðdómleg og skemmtileg tilbreyting frá klassískri pizzu! Að elda kjúklinginn og baka pizzuna í…
MYNDBAND
Pizza fyrir tvoHér er á ferðinni ekta pizza fyrir rómantískan kvöldverð! Auðvitað má gera þessa pizzu við hvaða tilefni sem er en…
MYNDBAND
BBQ tortilla pizzaEf þig langar að útbúa eitthvað ofurfljótlegt og gómsætt, þá er það þetta hér! Sweet bbq sósan frá Heinz smellpassar…