Himnesk Toblerone súkkulaðimúsÞessi súkkulaðimús er ein vinsælasta færslan hér á heimasíðunni, mörg þúsund manns heimsækja hana til dæmis fyrir hátíðirnar svo það er ekki hægt annað en mæla með henni í eftirrétt.
Fullkomni Toblerone ísinnÉg hugsa Toblerone ís sé eitthvað sem verður að vera á boðstólnum yfir hátíðirnar fyrir einhverja aðila. Þetta er algjör klassík og allir elska þennan ís, hvað þá þegar hann er borinn fram með heitri Tobleronesósu! Það er mun einfaldara en margur heldur að útbúa heimagerðan ís og þessi hér er einstaklega ljúffengur og góður.
Vegan hafraklattar með rúsínum og kanilÞessi heilaga þrenna, hafrar, rúsínur og kanill eru hér samankomin í dásamlegum vegan smákökum. Eða klattar öllu heldur þar sem þessar kökur eru ekkert sérstaklega smáar. Þær gætu vel verið jólasmákökur en þær eru bara það góðar að það væri synd að baka þær bara fyrir jólin. Þessar eru langbestar nýbakaðar með stóru glasi af Oatly haframjólk!
Fljótleg Vegan Súkkulaðimús með þeyttum rjómaÞessi er ansi langt frá gamla pakkabúðingnum sem við þekkjum mörg en ekki mikið flóknari samt! Örfá hráefni og smá tími er allt sem þarf. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera með chia fræjum og haframjólk nefnilega. Svo styttum við okkur enn leið og notum súkkulaði haframjólk, hversu mikil snilld!... Krakkarnir elska þennan ekkert síður en við hjónin. Við toppum hann með þeyttum Oatly visp hafrarjóma en það er auðvitað smekksatriði, okkur finnst hann verða extra gúrm þannig.
Algjörlega trufluð vegan Snickers ostakakaOstakökur eru bara bestar. Það er mín skoðun allavega en það þarf ekkert að vera ostur í henni. Hljómar skrítið en það er hægt að gera dásamlegustu ostakökur í vegan útgáfu. og þessi er það svo sannarlega. Uppistaðan í ostakökublöndunni eru kasjúhnetur sem lagðar voru í bleyti sem og Oatly sýrður rjómi. Með smá dúlleríi og góðum blandara er útkoman þessi himneska kaka.
Vítamínbomba – Orkusafi með rauðrófum og gulrótumSafarnir frá Beutelsbacher eru algjörlega í uppáhaldi á mínu heimili og mig langaði að gefa ykkur “uppskrift” af mínum uppáhalds drykk. Þetta eru bara 3 hráefni og svosem engin uppskrift. Ég gríp í þennan þegar ég er eitthvað óróleg í maganum og jafnvel smá bjúguð. Hann gefur góða orku og því þarf glasið ekkert að...
Súrir sumarpinnarÍskaldir, svalandi, súrir og sætir frostpinnar sem ofureinfalt er að útbúa!
1 15 16 17 18 19 41