CarobkúlurEinföld uppskrift að carobkúlum en það er geggjað að eiga svona orkukúlur í ísskápnum eða frystinum.
Kínóasalat með grænkáli og ólífumAlveg geggjað kínóasalat með grænkáli og ólífum sem má bæði borða heitt og kalt og því tilvalið til að eiga í ísskápnum og grípa fram sem meðlæti eða einfaldlega bæta dós af nýrnabaunum útí og borða sem aðalrétt.
Ensk döðlukaka með dökkri karamellusósu og þeyttum hafrarjómaÞessi kaka er af enskum uppruna og yfirleitt kölluð “búðingur” en hún er mjög létt í sér og hefur áberandi karamellukeim. Það tekur enga stund að gera hana og hentar fullkomlega sem eftirréttur, í saumaklúbbinn eða jafnvel á vegan jólahlaðborðið.
Vegan hafraklattar með rúsínum og kanilÞessi heilaga þrenna, hafrar, rúsínur og kanill eru hér samankomin í dásamlegum vegan smákökum. Eða klattar öllu heldur þar sem þessar kökur eru ekkert sérstaklega smáar. Þær gætu vel verið jólasmákökur en þær eru bara það góðar að það væri synd að baka þær bara fyrir jólin. Þessar eru langbestar nýbakaðar með stóru glasi af Oatly haframjólk!
Ekta ítalskar biscotti með lífrænum möndlumVið sem elskum Ítalíu og ítalskan mat sláum nú ekki höndinni á móti biscotti með kaffinu. Stökkar, bragðgóðar og fullkomnar ítalskar smákökur til að dýfa í funheitt, rótsterkt kaffi. Það sem er svo skemmtilegt við þessa uppskrift er að hún er vegan. Uppskriftin er auk þess einföld og kökurnar geymast vel í loftþéttu boxi.
Fljótleg Vegan Súkkulaðimús með þeyttum rjómaÞessi er ansi langt frá gamla pakkabúðingnum sem við þekkjum mörg en ekki mikið flóknari samt! Örfá hráefni og smá tími er allt sem þarf. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera með chia fræjum og haframjólk nefnilega. Svo styttum við okkur enn leið og notum súkkulaði haframjólk, hversu mikil snilld!... Krakkarnir elska þennan ekkert síður en við hjónin. Við toppum hann með þeyttum Oatly visp hafrarjóma en það er auðvitað smekksatriði, okkur finnst hann verða extra gúrm þannig.
Algjörlega trufluð vegan Snickers ostakakaOstakökur eru bara bestar. Það er mín skoðun allavega en það þarf ekkert að vera ostur í henni. Hljómar skrítið en það er hægt að gera dásamlegustu ostakökur í vegan útgáfu. og þessi er það svo sannarlega. Uppistaðan í ostakökublöndunni eru kasjúhnetur sem lagðar voru í bleyti sem og Oatly sýrður rjómi. Með smá dúlleríi og góðum blandara er útkoman þessi himneska kaka.
Vegan Súkkulaðitrufflumús"Oatly þeytirjóminn er svo mikill gamechanger í vegan eftirréttum, elska´nn!" Einföld og þétt súkkulaðitrufflumús með rjóma og jarðaberjum.
Sítrónu- og bláberjamuffinsHér koma sykurlausar og sumarlegar sítrónu og bláberja muffins. Fullkomnar í nestisboxið á leikjanámskeiðið eða bara með kaffinu.
1 3 4 5 6 7 11