Vegan Súkkulaðitrufflumús

  ,   

júlí 19, 2021

"Oatly þeytirjóminn er svo mikill gamechanger í vegan eftirréttum, elska´nn!" Einföld og þétt súkkulaðitrufflumús með rjóma og jarðaberjum. Gæti mögulega ekki verið einfaldari og uppfyllir þjóðþekktu súkkulaðiþörfina sem á það til að droppa við.

  • Fyrir: 4

Hráefni

200 gr súkkulaði

1 peli Oatly VISP þeytirjómi

0,5-1 peli Oatly VISP þeytirjómi, til að þeyta og bera fram með súkkulaðimúsinni

Jarðaber

Leiðbeiningar

1Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Takið súkkulaðið af hitanum og bætið einum pela af Oatly VISP rjóma saman við súkkulaðið og blandið vel.

2Skiptið súkkulaði rjómablöndunni í 4 falleg glös (til að bera fram í) og komið fyrir inní ísskáp í ca 30 mínútur eða þar til komið á fast form.

3

4Skreytið svo með þeyttum Oatly VISP rjóma og jarðaberjum.

5

6Verði ykkur að góðu.

7

Uppskrift eftir Hildi Ómars

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ofur einfaldir hollir og lífrænir frostpinnar

Hér höfum við ofur einfalda holla og lífræna frostpinnum sem slóu rækilega í gegn hjá mínum strump. Þessir safar eru æði!

Fljótleg Vegan Súkkulaðimús með þeyttum rjóma

Þessi er ansi langt frá gamla pakkabúðingnum sem við þekkjum mörg en ekki mikið flóknari samt! Örfá hráefni og smá tími er allt sem þarf.

Algjörlega trufluð vegan Snickers ostakaka

Ostakökur eru bara bestar. Það er mín skoðun allavega en það þarf ekkert að vera ostur í henni. Hljómar skrítið en það er hægt að gera dásamlegustu ostakökur í vegan útgáfu.