Eftirréttir

Páskadesert með marengs, hindberjum og Cadbury mini eggjum

Fljótlegur og fallegur eftirréttur sem gleður bæði auga og bragðlauk! Fullkominn fyrir páskana – allt sett í litlar skálar og toppað með Cadbury mini eggjum og bræddu hvítu súkkulaði. Þið getið keypt tilbúinn marengsbotn til að einfalda ferlið og einblínt á að njóta.

Súkkulaðibombur með hnetusmjöri og súkkulaðikexiÞessar kúlur eru algjörlega ómótstæðilegar og hugsanlega gætu þær ekki verið einfaldari! Aðeins 4 innihaldsefni og það tekur enga stund að græja þær. Það mætti segja að þær séu mitt á milli þess að vera sælgæti og bakkelsi. Stökkt kexið passar ótrúlega vel með hnetusmjörinu og súkkulaðismyrjunni og mjólkursúkkulaðið fullkomnar svo bomburnar. Þessar verðið þið að prófa!
Piparköku ostakaka með Werther’s karamellusósuÞessi piparköku ostakaka er hinn fullkomni jólaeftirréttur – einföld, fljótleg og svo hátíðleg. Hún er með piparkökubotni, silkimjúkri rjómaostafyllingu, Werther’s karamellusósu og bláberjum. Hvort sem þú ætlar að gleðja fjölskyldu á aðventunni eða bjóða upp á eitthvað sérstakt á jólum, þá er þessi ostakakan sem þið verðið að prófa.
Sænskur Lúciu Overnight oats með saffran og vanilluErtu saffran elskandi? Eða kannski aldrei smakkað Lúsíubollur, Lussekatter, Lussebullar…? Ef ekki þá finnur þú uppskrift af þeim hér. Lussekatter er sætabrauð með saffran og rúsínum sem boðið er uppá við svona sirka öll tilefni í desember í Svíþjóð. Eftir að venjast þessari hefð í nokkur ár er ekki aftur snúið. Til að svala saffran þörfinni á aðeins öðruvísi og hollari máta þá býð ég hér uppá uppskrift að overnight oats eða yfirnætur hafra-og chia graut með saffran, vanillu og rúsínum sem minnir óneytanlega á Lussekatter…. nema með allt annarri áferð. Í uppskriftinni að neðan nota ég heimagerða möndlumjólk en mér persónulega finnst engin plöntumjólk slá henni við og hún býður uppá sveigjanleika til að stýra bragðinu. Ég elska að sæta hana með döðlum sem minn uppáhalds sætugjafi. Það er að sjálfsögðu hægt að nota keypta möndlumjólk og nota aðra sætu til að gefa sætt bragð, leiðbeiningar fylgja fyrir neðan.
Affogato með súkkulaði-krókant ís & heimagerðu ískexiÞessi desert er fullkominn fyrir alla sanna kaffiunnendur! Affogato er dásamlegur ítalskur eftirréttur og líklega með þeim allra auðveldustu. Affogato þýðir „drekkt“ enda er ísnum drekkt í vel sterkum espresso. Í þessari útgáfu sem er aðeins sparilegri en aðrar, er uppistaðan heimagerður ís þar sem ég nota niðursoðna mjólk en með henni verður ísinn silkimjúkur og mjög auðvelt er að skafa hann í kúlur. Í honum er einnig ljúffengt mjólkur- og krókant súkkulaði sem gerir hann algerlega ómótstæðilegan. Punkturinn yfir i-ið er svo rjúkandi heitt espresso og heimagert ískex. Ég lagaði kaffið úr mínum allra uppáhalds baunum frá Rapunzel en það eru ekki margir sem vita af þessu kaffi sem mér finnst mikil synd! Fyrir krakkana er kaffinu auðvitað sleppt en ísinn er ljúffengur eins og hann kemur fyrir en auðvitað er skemmtilegt að skella smá íssósu með og auka ískex!
Toblerone karamelluísÞað þekkja flestir klassíska Toblerone ísinn og hér kemur skemmtileg útfærsla! Karamella gerir þetta enn betra og þessi blanda er dásamleg.
Sænskar kókoskúlur eða “Delicatobollar”… nema hollariÍ Svíþjóð kynntumst við sænskum kókoskúlum sem fást í öllum verslunum þar. Þær urðu staðalbúnaður um helgar og hægt var að kaupa þær stakar eða í kassa með 6 eða 12 stykkjum. Við getum sagt að við byrjuðum pent með eina á mann sem varði stutt og vorum við fljótlega komin í 6 stykkja kassann og það kom fyrir að sá stóri rataði í kerruna. Við buðum öllum sem komu í heimsókn til okkar uppá “Delicatoboll”. Þeir eru dæmi um svona vinsælt nammi/bakkelsi sem er óvart vegan. En þeir voru auðvitað stútfullir af sykri og smjörlíki. Kaffið í þeim er sennilega það sem gefur þeim sitt einkennandi bragð en þrátt fyrir kaffibragðið þá eru kúlurnar/boltarnir vinsælir hjá börnum og ég sem drekk ekki kaffi, og hef aldrei gert, elska þá. Jæja ég ákvað að endurvekja þessa sænsku ánægju nema með hollara hráefni og ég verð að segja að útkoman er alveg keimlík! Nú horfum við á sænskt sjónvarp OG fáum okkur sænska heimigerða “Delicatobollar” hér heima á Íslandi. Ég elska að geta skapað smá sænska stemningu hér heima þar sem við finnum oft fyrir söknuði til Svíþjóðar en við áttum svo æðisleg 6 ár þar.
Himnesk heimagerð möndlu croissantMöndlucroissant er með því besta sem ég fæ. Þegar ég panta mér eitthvað með kaffinu í París verða slík croissant yfirleitt fyrst fyrir valinu. Hér á landi eru örfá bakarí sem bjóða upp á þau en það er ekki alltaf hægt að ganga að þeim vísum svo ég hef lengi ætlað mér að prófa að útbúa þau heima. Þessi uppskrift er algerlega fullkomin en ég tók smá áhættu með því að bæta möndlu tonka smyrjunni frá Rapunzel í fyllinguna en almáttugur hvað það færði hornin upp á annað stig! Hornin sjálf keypti ég í Costco á fínu verði og því er alger lágmarks vinna á bakvið þennan bakstur. Ef þið eruð eitthvað lík mér þegar kemur að frönsku bakkelsi þá verðið þið að prófa þessi!
Einfalt og fljótlegt möndlunutellaStundum langar mann í eitthvað sætt og það strax. …. og stundum þarf það bara að bragðast eins og súkkulaði. Ávextir er eitthvað sem er alltaf til á mínu heimili og kókosmöndlusmjörið frá Rapunzel er líka alltaf til hjá mér eins og hjá örugglega öllum sem hafa smakkað það. Ég elska ávexti en ég elska líka að poppa þá aðeins upp. Hér ákvað ég að skera niður ananas og taka fram kókosmöndlusmjörið sem ég var með við stofuhita og blanda smá kakó við það og sjá hvort úr yrði ekki eitthvað geggjað. Súkkulaðicravingið sem ég var með af hormónalegri orsök varð ekki fyrir vonbrigðum og það er alltaf skemmtilegra að uppfylla cravings á hollari máta. Ananas varð fyrir valinu hjá mér fyrir þessa mynd en sósuna er hægt að nota eins og hverskonar súkkulaðismjör/nutella.
Súkkulaðigott með karamelluHér höfum við ofureinfalt súkkulaðigott þar sem ég er búin að brjóta karamellubrjóstsykur, saltkringlur og pistasíukjarna yfir brætt dökkt súkkulaði. Gott að geta laumað sér í einn og einn bita þegar sætindaþörfin hellist yfir.
SúkkulaðiíspinnarÉg eeeeelska súkkulaði og súkkulaðiís! Til að súkkulaðiís standist væntingar mínar þarf hann að vera creamy, með miklu súkkulaðibragði og svo skemmir ekki fyrir ef ég fæ að bíta mig í gegnum stökkt lag af súkkulaði…. svo vil ég hafa hann úr hráefnum sem gera mér gott. Hér deili ég með ykkur uppskrift af súkkulaðiís sem tikkar í öll box. Hann er laus við sykur og aukaefni og inniheldur aðeins 5 hráefni (6 ef við teljum salt með), hann er lífrænn í þokkabót.
Oreo bragðarefurHér erum við með einfaldan en rosalega góðan heimagerðan Oreo bragðaref sem auðvelt er að græja heima.
Kasjúíspinnar með vanillu og pistasíuhnetumInstagram hefur svo sannarleg áhrif á mig og ef ég opna “explore” inná instragram birtist ekkert nema ís og súkkulaði upp í flæðinu hjá mér. Ég á alltaf lífrænar kasjúhnetur, kókosmjólk og döðlur í skápnum og oft með hnetur í bleyti svo það hefur verið auðvelt að verða áhrifagjörn og rífa blandarann í gang…. oft alltof seint á kvöldin. Sorry nágrannar.. Hér erum við með súkkulaðihúðaðan kasjúís með vanillu og pistasíum…. sykurlausan að sjálfsögðu.
ÁvaxtasafapinnarÉg er farin að hlakka óendanlega mikið til sumarsins og ég lék mér með ljós sólarinnar við að mynda þessa sumarlegu, lífrænu og einföldu frostpinna. Á meðan erfitt er að finna náttúrulega frostpinna á markaðnum þá hef ég leikið mér að gera allskonar útgáfur heima. Stundum hefur einfaldleikinn unnið og þá hefur mér fundist brilliant að nota lífrænu Beutelsbacher safana. Hér erum við með hreina ávaxtasafann frá þeim sem er svo ótrúlega góður og ég er ekki hissa að hann hafi verið verðlaunaður. Svo hér er önnur útgáfa af effortless frostpinnum sem við elskum að eiga í frystinum….. bæði á veturna og sumrin því við bara elskum ís.
1 2 3 25