Lúxuspizza með safaríkum humri, parmesan osti og hvítlauksolíu. Fullkomið jafnvægi milli mjúks, stökks og djúsí bragðs – ekta sælkeraferð á disk!
Þessi uppskrift er svakalega einföld og skilar manni æðislegum pizzabotni en hún krefst smá þolinmæði þar sem deigið þarf að taka sig í 2 daga áður en pizzurnar eru bakaðar. Allt vel þess virði samt!