Hvað ef það væri hægt að fá bragðið af djúsí ostborgara en samt væri það salat? Jú, það er bara hægt og ekki nóg með það, það er fáránlega auðvelt að útbúa það og mjög fljótlegt. Sósan er ekta smassborgara sósa og er í raun það sem gerir salatið svona ótrúlega gott. Hakkið er auðvitað hægt að krydda eftir smekk en þetta er mín uppáhalds kryddblanda með þessu salati. Svo er líka hægt að skipta út grænmetinu eftir smekk en þessi samsetning er sú sem ég set á alvöru ameríska grillborgara þegar ég er í þeim gírnum.
Þetta verðið þið bara að prófa!
Blinis er fullkominn forréttur eða smáréttur á hlaðborði! Sums staðar er hægt að kaupa tilbúnar kökur en það er ekkert mál að útbúa þær líkt og hér er gert og finnst mér það að sjálfsögðu betra.
Hér hafið þið hið heilaga pepperoni ostasalat eins og Jói Fel útbjó það forðum daga í bókinni. Þetta er nokkuð stór uppskrift og dugar vel í tvær skálar eins og þá sem þið sjáið hér í færslunni svo þetta er hið fullkomna veislusalat. Við vorum farin að rífa ostinn niður á sínum tíma en ég hef færst aftur til þess að skera hann í teninga, bara reyna að hafa þá frekar litla! Ritzkexið góða passar síðan einstaklega vel með þessu salati.