Heimagerð jarðaberjamöndlumjólk með vanilluEf þú hefur ekki prófað að gera heimagerða möndlumjólk þá ertu að missa af! Ég bara elska hvað þetta er einfalt og hvað hún verður creamy og góð. Yfirleitt hef ég verið að gera sæta kanilmjólk en stundum er skemmtilegt að leika sér með önnur brögð. Hér erum við með jarðaberja og vanillumjólk. Hún kemur skemmtilega á óvart og minnir svolítið á Power shake á Joe and the Juice fyrir þá sem hafa einhvertíman smakkað hann (hann er ekki vegan). Hún er góð ein og sér en líka skemmtileg til að nota í chiagrautinn, útá hafra- eða grjónagraut, í smoothieinn eða útí te, kamillute með jarðaberjamjólk er algjört nammi.
Bleikur engifer chaga latteBleikur október stendur yfir en bleikur október er herferð þar sem vakin er athygli á brjóstakrabbameini og margir verslunaraðilar leggja sitt að mörkum til að styrkja krabbameinsfélagið með söluágóða til rannsókna á brjóstakrabbameini. Þrátt fyrir að það sé jákvætt að söluágóði fari til góðra málefna þá megum við líka setja okkur í forgang og hugsa okkur tvisvar um áður en við kaupum eitthvað með ósækilegum efnum til þess eins að styðja við málefnið. Mig langar að hvetja almenning til að nota restina af þessum mánuði til að skoða sínar lífstílsvenjur, nýta þennan mánuð til forvarnar og skoða matarvenjur sínar, skoða snyrtivörurnar sínar hvort þær innihaldi óæskileg efni, spyrja þig hvort þú sért í streitu sem þarf að draga úr og setja inn nýja heilsubætandi venju. Hér fyrir neðan finnið þið uppskrift að bleikum engifer chaga latte en rannsóknir hafa sýnt fram á að chaga hafi krabbameinshamlandi eiginleika, það er einstaklega ríkt af andoxunarefnum, dregur úr bólgum og hefur jákvæð áhrif á blóðsykurinn. Engifer hefur svo jákvæð áhrif á ónæmiskerfið okkar og hér nota ég rauðrófusafa til að fá fram skemmtilega bleikan lit í tilefni bleiks októbers en ég hvet fólk til að velja næringarríkan og blóðeflandi rauðrófusafa sem litgjafa frekar en krabbameinsvaldandi rauð litarefni.
Hummus pasta með súrkáli og ólífumHummus pasta er einn af okkar “go to” réttum þegar við viljum fljótlega, einfalda og bragðgóða máltíð. Hún verður mögulega oft fyrir valinu á mánudögum. Þeir sem hafa fylgt mér lengi hafa eflaust séð hana oft og mörgum sinnum en við verðum ekki þreytt á henni. Það elska jú allir pasta og svo er alveg brilliant að nota hummus sem sósu sem gerir réttinn saðsamari og próteinríkari á sama tíma. Til að fullkomna réttinn bætum við svo súru kontrasti með lífrænum grænum ólífum og súrkáli, fullkomið á móti hummusnum í miðausturlenskum anda, það er í raun þetta kombó sem gerir máltíðina. Svo bætir maður við því grænmeti sem maður á til að fá smá lit á diskinn, auka trefjar og “crunch”. Við fáum aldrei nóg af þessu og börnin ekki heldur….. þau eru bæði ólífusjúk.
Bananamúffur með kanil, karamellu og pekanhnetumÁ mínu heimili er allt bakkelsi sem inniheldur banana sívinsælt og klárast jafnan samstundis. Þessar múffur eru engin undantekning og kláruðust á augabragði. Kanillinn og pekanhneturnar gefa þeim aðeins haustlegan blæ og það er algjör lúxus að toppa þær síðan með karamellunni. Ég nota kókosolíu í þær en það kemur bara örlítill kókoskeimur af henni sem mér finnst passa svo vel með bananabakstri. Og eins og með flest bakkelsi frystast þær mjög vel. Ég mæli þá með því að setja karamelluna ofan á þegar á að bera þær fram. Það er auðvitað hægt skipta hnetunum út fyrir aðra tegund en pekanhnetur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér.
Tahinidressing með döðlusírópi og balsamik“Hvaða dressing er þetta?” er sennilega algengasta spurningin sem ég fæ á miðlinum þegar ég sýni salötin mín svo mér datt í hug að bæta við dressingum inná síðuna. Ég geri ekki alltaf sömu dressinguna en ég viðurkenni að tahini er langoftast uppistaðan í dressingunum. Ég á það til að fá dellur fyrir einni dressingu í einu og oftast verður hún óvart til og kemur mér skemmtilega á óvart. Þetta er dæmi um svoleiðis dressingu. Döðlur og Tahini er bragðsamsetning sem ég fæ ekki nóg af. Algjört miðausturlenskt nammi. Ég hef skrifað það hér áður en Miðausturlönd heilla mig alveg ótrúlega mikið þegar það kemur að matargerð. Tahini er hægt að nota á svo marga vegu og döðlur líka en saman fullkomnar það hvert annað. Hér er sæt dressing úr tahini, döðlusírópi og balsamik ediki. Dressingin verður mjög sæt … en stundum þurfum við bara að gera salatið okkar að Nammi… ! Ég lofa ykkur að þetta er bara galið gott og passar ógeðslega vel útá ferskt salat með súrkáli eða kapers, helst gúrku og rauðlauk líka… bara til að ná alvöru braðglaukaferðalagi ;)… svo er það auðvitað líka stór kostur hvað er fljótlegt að hræra henni saman en það er einstaklega hentugt að döðlusírópið sé í þægilegum kreistibrúsa.
Gúrkusalatið sem flestir eru farnir að þekkja…. samfélagsmiðlarnir víbruðu yfir hinu víðsfræga gúrkusalati. Ég ætlaði svo sannarlega ekki að vera ein af þeim sem hoppar á trendið eeeeeen hér erum við haha. Eftir að hafa sjálf tekið þátt í að klára gúrkurnar í búðunum og gert gúrkusalat oftar en tvisvar þá datt mér í hug að deila með ykkur útgáfunni sem ég hef verið að vinna með. Það er nefninlega svo ferlega fljótlegt og það þarf ekki einu sinni að skola rifjárn eftir á því sósunni er bara sullað saman á 10 sek! Að vinna í samstarfi við fyrirtæki gengur oft útá að kynna vörur og þegar ég stóð mig að því að grípa alltaf í Organic Liquid vörurnar til að fá fram rétta bragðið þá datt mér í hug að það væri auðvitað brilliant leið að deila með ykkur uppskrift sem sýnir ykkur hvernig ég hef notað þær undanfarið.
Ofureinföld súkkulaðihorn með söxuðum heslihnetum dökku súkkulaðiÞessi horn eru ótrúlega gómsæt, einföld og vegan ‏þar að auki. Það eru einungis örfá hráefni sem ‏þarf einmitt ‏þannig að það sé gott að eiga þau til og skella í hornin ef gesti bera að garði. Nú eða ef þið vilja útbúa eitthvað sérlega gómsætt í brönsinn eða afmælisveisluna. Bionella súkkulaðismjörið frá Rapunzel hentar alveg fullkomlega í fyllinguna, með ‏því helst hún mjúk en lekur þó ekki úr hornunum við baksturinn.
Dásamleg mokkakaka með þeyttri núggatmúsÞessi súkkulaðikaka er alveg ótrúlega einföld og tekur stuttan tíma að gera. Botninn er mjúkur með góðu súkkulaði og kaffibragði og kremið er algjör leikbreytir! Núggatmúsin er algjör dásemd og myndi líka koma vel út ein og sér í litlum skálum. Ég mæli líka með að prófa að setja deigið í möffinsform og gera bollakökur!
Rauðrófusmoothie með bláberjum, appelsínum og kanilHér er smoothie sem er bæði sætur og súr með dass af hátíðleika. Hann er ríkur af andoxunarefnum, C-vítamíni og fleiri næringarefnum sem efla bæði ónæmiskerfið og blóðið í okkur. Fullkominn fyrir haustbyrjun.
Einfalt og fljótlegt möndlunutellaStundum langar mann í eitthvað sætt og það strax. …. og stundum þarf það bara að bragðast eins og súkkulaði. Ávextir er eitthvað sem er alltaf til á mínu heimili og kókosmöndlusmjörið frá Rapunzel er líka alltaf til hjá mér eins og hjá örugglega öllum sem hafa smakkað það. Ég elska ávexti en ég elska líka að poppa þá aðeins upp. Hér ákvað ég að skera niður ananas og taka fram kókosmöndlusmjörið sem ég var með við stofuhita og blanda smá kakó við það og sjá hvort úr yrði ekki eitthvað geggjað. Súkkulaðicravingið sem ég var með af hormónalegri orsök varð ekki fyrir vonbrigðum og það er alltaf skemmtilegra að uppfylla cravings á hollari máta. Ananas varð fyrir valinu hjá mér fyrir þessa mynd en sósuna er hægt að nota eins og hverskonar súkkulaðismjör/nutella.
Red velvet smoothieÞeir sem hafa fylgt mér í einhvern tíma eru sennilega farnir að sjá það hversu hrifin ég er að rauðrófum. Það er eins og líkaminn minn sæki rosalega í rauðrófur og ég elska það. Hér er rauðrófusmoothie sem kemur svo sannarlega á óvart með smá súkkulaðikeim. Engiferið kveður burt allt sem sumir vilja kalla moldarbragð rauðrófusafans og upphefur kakóbragðið. Mæli með að þið prófið …. og hér hefur smoothie-inn verið samþykktur af æðstu gæðaeftirlitsaðilum heimilisins sem eru 7 ára og 3 ára.
SúkkulaðiíspinnarÉg eeeeelska súkkulaði og súkkulaðiís! Til að súkkulaðiís standist væntingar mínar þarf hann að vera creamy, með miklu súkkulaðibragði og svo skemmir ekki fyrir ef ég fæ að bíta mig í gegnum stökkt lag af súkkulaði…. svo vil ég hafa hann úr hráefnum sem gera mér gott. Hér deili ég með ykkur uppskrift af súkkulaðiís sem tikkar í öll box. Hann er laus við sykur og aukaefni og inniheldur aðeins 5 hráefni (6 ef við teljum salt með), hann er lífrænn í þokkabót.
Kasjúíspinnar með vanillu og pistasíuhnetumInstagram hefur svo sannarleg áhrif á mig og ef ég opna “explore” inná instragram birtist ekkert nema ís og súkkulaði upp í flæðinu hjá mér. Ég á alltaf lífrænar kasjúhnetur, kókosmjólk og döðlur í skápnum og oft með hnetur í bleyti svo það hefur verið auðvelt að verða áhrifagjörn og rífa blandarann í gang…. oft alltof seint á kvöldin. Sorry nágrannar.. Hér erum við með súkkulaðihúðaðan kasjúís með vanillu og pistasíum…. sykurlausan að sjálfsögðu.
Litlar brauðtertur með rækjusalatiÞeir sem geta ekki beðið eftir næstu fjölskyldusamkomu til að geta gætt sér á brauðtertu, þurfa ekki lengur að bíða heldur geta nú skellt í litlar og ljúffengar brauðtertur án sérstaks tilefnis.
Espresso bananakaka með vanillu, kanil og kaffikremiKökur með kaffibragði eru bestar og ég reyni að troða kaffi í helst sem flest. Gott og vel, smá ýkjur en ég er mjög hrifin af öllu sem kaffibragð er af. Þessi blanda, bananar, vanilla, kanill og kaffi hljómar eins og eitthvað sem gæti alls ekki passað saman en því fer fjarri. Þetta er þvert á móti stórkostleg blanda sem ég mæli með að þið prófið. Kakan sjálf er mjög mjúk en aðeins þétt í sér. Kremið er síðan svo ólýsanlega gott að ég ætla ekki að reyna það. Aðferðin við það er aðeins öðruvísi en við eigum að venjast en passar svo vel með kökunni. Og líklega flestum kökum ef því er að skipta.
1 2 3 4 5 41