Uppskriftir

Ljúffengar Satay núðlur á korteriÞað er svo ósköp freistandi að sækja tilbúinn mat þegar við erum í tímaþröng eða bara löt. Það er hins vegar afar fljótlegt að græja gómsæta núðlurétti heima og ég fullyrði að þeir séu ekkert síðri en það sem hægt sé að taka með sér heim. Þessi er einn af okkar uppáhalds og það tekur enga stund að útbúa hann. Ég skipti oft út grænmetinu fyrir það sem ég á til í kælinum og það er ekkert heilagt í magni á neinu. Satay sósan er algjört uppáhald á heimilinu og ég á hana yfirleitt alltaf til ásamt núðlum. Restina er hægt að vinna í kringum!
Persneskt flatbrauð með krydduðu lambakjöti, hummus, konfekt hvítlauk og shirazi salatiÞessi réttur lítur út fyrir að vera mjög flókinn og tímafrekur en ef skipulagið er gott ætti þetta ekki að taka langan tíma. Þetta er alveg ekta réttur til þess að dunda sér við á frídegi og bjóða góðum vinum að njóta með. Matur frá Mið-Austurlöndum hefur lengi verið í uppáhaldi hjá okkur hjónum og við höfum prófað okkur áfram með allskonar rétti og krydd. Þegar við vorum í París um daginn fórum við á lítinn fjölskyldurekinn líbanskan veitingastað. Hummusinn sem borinn var þar fram mun líklega seint líða okkur úr minni og ég hef gert nokkrar tilraunir til að endurgera hann heima. Árangurinn hefur farið fram úr mínum björtustu vonum en það eru nokkur atriði sem gera hann frábrugðinn öðrum sem ég hef gert líkt og að setja klaka í hann en þeir gera hummusinn extra mjúkan. Best er að byrja á því að útbúa konfekt hvítlaukinn og deigið í flatbrauðin, útbúa þá hummusinn og lambakjötið ásamt salatinu. Þegar það er komið tekur enga stund að setja saman flatbrauðið og baka í ofni. Við berum síðan flatbrauðið fram með hummusnum og salatinu og það er alveg dásamlegt að dreifa aðeins af hvítlauksolíunni yfir brauðið. Þvílík veisla fyrir bragðlaukana!
Guðdómleg gulrótarkaka með ristuðum pekanhnetum og rúsínumGulrótarkökur hafa alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og þessi uppskrift er ein af mínum uppáhalds. Ég veit í sannleika sagt ekki af hverju ég hef ekki sett hana fyrr á síðuna en hún klárast alltaf upp til agna og er í miklu uppáhaldi hjá fleirum en mér. Í þessari er hellings næring og aðeins minni sykur en í þeim mörgum. Kókosolían frá Rapunzel er bragðlaus og frábær í bakstur eins og þessa köku. Ég nota einnig hafrahveiti á móti venjulegu hveiti en það gefur mjög gott bragð. Hafrarnir gera hana aðeins lausari í sér en hún er vel djúsí svo það kemur ekki að sök. Hún er svo toppuð með allra besta rjómaostakreminu og söxuðum pekanhnetum.
Mexíkóskt quinoa salatQuinoa er sennilega uppáhalds „kornið“ mitt. Tæknilegar séð er það reyndar ekki korn heldur fræ. Quinoa er glútenlaust, próteinríkt og inniheldur trefjar. Það hefur nokkuð hlutlaust bragð sem bíður uppá allskonar möguleika fyrir kryddskúffuna. Hér höfum við mexíkó quinoa sem er ótrúlega gott sem meðlæti, sem mexíkó salatgrunnur, sem fylling inní burritovefjuna eða t.d. til að toppa bakaða sæta kartöflu. Quinoað má borða bæði heitt og kalt sem getur verið hentugt fyrir nestið eða flótlega afgangamáltíð. Þessi hefur verið í uppáhaldið hjá okkur lengi, bæði hjá börnum og fullorðnum.
ÁvaxtasafapinnarÉg er farin að hlakka óendanlega mikið til sumarsins og ég lék mér með ljós sólarinnar við að mynda þessa sumarlegu, lífrænu og einföldu frostpinna. Á meðan erfitt er að finna náttúrulega frostpinna á markaðnum þá hef ég leikið mér að gera allskonar útgáfur heima. Stundum hefur einfaldleikinn unnið og þá hefur mér fundist brilliant að nota lífrænu Beutelsbacher safana. Hér erum við með hreina ávaxtasafann frá þeim sem er svo ótrúlega góður og ég er ekki hissa að hann hafi verið verðlaunaður. Svo hér er önnur útgáfa af effortless frostpinnum sem við elskum að eiga í frystinum….. bæði á veturna og sumrin því við bara elskum ís.
Gnocchi með blómkáli og sveppumGnocchi er oftar en ekki borið fram með smá sósu og parmesan osti, en það er líka gaman að breyta til og nota meira hráefni eins og í þessari uppskrift. Það er bæði hægt að bera þetta fram sem aðalrétt eða sem meðlæti (dugar þá fyrir 4-5) eins og kjöti eða fisk, virkar með flestu.
Fersk habanero salsa ídýfaEinföld og gómsæt ídýfa með rjómaosti, ferskum tómötum, habanero Tabasco, vorlauk og kóríander. Habanero Tabasco gerir ídýfuna sannarlega sterka sem ég elska en mæli með að nota hana varlega því hún er mjög sterk og það þarf ekki mikið. Best að smakka sig áfram. Upplagt sem snarl í góða veðrinu með snakki og ísköldum Corona
Algjörlega truflaðar heslihnetu brownies með súkkulaðismjöriÉg veit hreinlega ekki hvaða lýsingarorð eru nógu sterk til þess að lýsa þessum brownies. Aldrei í lífinu hef ég smakkað þær betri og heimilisfólkið var mér svo sannarlega sammála. Þær eru með góðu djúpu súkkulaðibragði en bragðið af súkkulaðismjörinu og núggatinu í súkkulaðinu skín í gegn. Ristaðar heslihneturnar færa þær svo upp á eitthvað stig sem ég vissi varla að væri til. Það tekur smá tíma að nostra við þær, rista hneturnar og svona en það er fullkomlega þess virði. Þær eru „fudgy“, smá blautar í miðjunni en með stökkum toppi. Fullkomnar í helgarkaffitímann!
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það er skemmtileg tilbreyting að nota risarækjur en þær eru skornar smátt sem gerir áferðina svo góða.
Osta og berjabakki fyrir páskanaHvernig væri að útbúa fallegan bakka um páskana með berjum, ostum, pönnukökum og fleira gómsætu? Bera það fram með ísköldu Cava og njóta í botn í fríinu. Fullkomið í páskabrönsinn, hittingana eða jafnvel sem forréttur.
1 7 8 9 10 11 114