Kasjúostsfylltar eggaldinrúllur í tómatsósuEggaldinrétturinn sem slær alltaf í gegn. Rétturinn sem mér finnst svo gaman að bjóða uppá í matarboðum. Allir elska hann, bæði börn og fullorðnir og það besta að það er hægt að preppa hann snemma. Uppskriftin er einföld þó það fylgi henni smá dútl en hún samanstendur af kasjúosti, eggaldinsneiðum og tómatsósu sem svo er raðað saman í form. Skrefin eru frekar óháð og auðvelt að undirbúa fyrr um daginn eða jafnvel daginn áður sem getur komið sér vel fyrir matarboð í opnu eldhúsi eða bara fyrir okkar dæmigerða upptekna hversdag. Ég allavega elska að geta flýtt fyrir mér. Rétturinn getur staðið einn og sér en ég hef líka verið að bera hann fram með kartöflum í ofni ásamt salati og um daginn hafði ég hvítlauksbrauð með. Kryddraspinn er hægt að blanda útí hvítlauksolíu til að setja á brauð og hita það í ofni fyrir stökkt hvítlauksbrauð.
Pítur með shawarma kjúklingabaunafyllingu og heimagerðri hvítlauksssósuÉg er reglulega með kjötlausan kvöldmat sem er nú ekkert fréttnæmt í sjálfu sér en ég veit hins vegar fátt betra en þegar hann er einfaldur og fljótlegur líka. Kjúklingabaunir í dós eru í miklu uppáhaldi vegna þess að þær bjóða upp á endalausa möguleika. Hvort sem það er hummus, pottréttir, fyllingar í vefjur og pítur, ristaðar ofan á salat eða sem snakk og jafnvel sem uppistaða í köku þá eru þær bara bestar. Þessar pítur eru brjálæðislega einfaldar, bragðgóðar og fljótlegar. Shawarma krydd fæst í flestum verslunum en það er líka hægt að gera sína eigin blöndu ef vill. Svo er vissulega hægt að nota hvaða sósu sem er en þessi tiltekna hvítlaukssósa er í miklu uppáhaldi líka og á hana oft til í loftþéttu boxi í kælinum.
Sænskur Lúciu Overnight oats með saffran og vanilluErtu saffran elskandi? Eða kannski aldrei smakkað Lúsíubollur, Lussekatter, Lussebullar…? Ef ekki þá finnur þú uppskrift af þeim hér. Lussekatter er sætabrauð með saffran og rúsínum sem boðið er uppá við svona sirka öll tilefni í desember í Svíþjóð. Eftir að venjast þessari hefð í nokkur ár er ekki aftur snúið. Til að svala saffran þörfinni á aðeins öðruvísi og hollari máta þá býð ég hér uppá uppskrift að overnight oats eða yfirnætur hafra-og chia graut með saffran, vanillu og rúsínum sem minnir óneytanlega á Lussekatter…. nema með allt annarri áferð. Í uppskriftinni að neðan nota ég heimagerða möndlumjólk en mér persónulega finnst engin plöntumjólk slá henni við og hún býður uppá sveigjanleika til að stýra bragðinu. Ég elska að sæta hana með döðlum sem minn uppáhalds sætugjafi. Það er að sjálfsögðu hægt að nota keypta möndlumjólk og nota aðra sætu til að gefa sætt bragð, leiðbeiningar fylgja fyrir neðan.
Affogato með súkkulaði-krókant ís & heimagerðu ískexiÞessi desert er fullkominn fyrir alla sanna kaffiunnendur! Affogato er dásamlegur ítalskur eftirréttur og líklega með þeim allra auðveldustu. Affogato þýðir „drekkt“ enda er ísnum drekkt í vel sterkum espresso. Í þessari útgáfu sem er aðeins sparilegri en aðrar, er uppistaðan heimagerður ís þar sem ég nota niðursoðna mjólk en með henni verður ísinn silkimjúkur og mjög auðvelt er að skafa hann í kúlur. Í honum er einnig ljúffengt mjólkur- og krókant súkkulaði sem gerir hann algerlega ómótstæðilegan. Punkturinn yfir i-ið er svo rjúkandi heitt espresso og heimagert ískex. Ég lagaði kaffið úr mínum allra uppáhalds baunum frá Rapunzel en það eru ekki margir sem vita af þessu kaffi sem mér finnst mikil synd! Fyrir krakkana er kaffinu auðvitað sleppt en ísinn er ljúffengur eins og hann kemur fyrir en auðvitað er skemmtilegt að skella smá íssósu með og auka ískex!
Sænskar kókoskúlur eða “Delicatobollar”… nema hollariÍ Svíþjóð kynntumst við sænskum kókoskúlum sem fást í öllum verslunum þar. Þær urðu staðalbúnaður um helgar og hægt var að kaupa þær stakar eða í kassa með 6 eða 12 stykkjum. Við getum sagt að við byrjuðum pent með eina á mann sem varði stutt og vorum við fljótlega komin í 6 stykkja kassann og það kom fyrir að sá stóri rataði í kerruna. Við buðum öllum sem komu í heimsókn til okkar uppá “Delicatoboll”. Þeir eru dæmi um svona vinsælt nammi/bakkelsi sem er óvart vegan. En þeir voru auðvitað stútfullir af sykri og smjörlíki. Kaffið í þeim er sennilega það sem gefur þeim sitt einkennandi bragð en þrátt fyrir kaffibragðið þá eru kúlurnar/boltarnir vinsælir hjá börnum og ég sem drekk ekki kaffi, og hef aldrei gert, elska þá. Jæja ég ákvað að endurvekja þessa sænsku ánægju nema með hollara hráefni og ég verð að segja að útkoman er alveg keimlík! Nú horfum við á sænskt sjónvarp OG fáum okkur sænska heimigerða “Delicatobollar” hér heima á Íslandi. Ég elska að geta skapað smá sænska stemningu hér heima þar sem við finnum oft fyrir söknuði til Svíþjóðar en við áttum svo æðisleg 6 ár þar.
Þriggja tegunda súkkulaðibitakökur með möndlum og kaffiÞað eiga margir sína tegund af súkkulaðibitakökum sem bakaðar eru fyrir hver jól á meðan aðrir leita í sífellu að hinni einu sönnu uppskrift og eru óhrædd við að prófa nýjar. Ég er líklega blanda af þessum tveimur týpum. Ég á mínar klassísku uppskriftir sem ég baka fyrir hver jól en vil samt halda áfram að þróa nýjar uppskriftir og prófa eitthvað nýtt. Þessi uppskrift er afrakstur þess síðarnefnda. Algerlega stórkostlegar smákökur sem hurfu hraðar ofan í fjölskyldumeðlimi en dögg fyrir sólu. Og skal engan undra. Í þeim er dágott magn af ljúffengu lífrænu súkkulaði. Við erum að tala um mjólkursúkkulaði með möndlum, hvítt súkkulaði með kókos og 70% súkkulaði. Til þess að ýta enn frekar undir súkkulaðibragðið er í þeim skyndikaffiduft. Kaffibragðið finnst varla (krakkarnir gerðu allavega engar athugasemdir) en gerir samt ótrúlega mikið fyrir heildar útkomuna. Stökkar að utan og mjúkar að innan. Ég lofa að þetta er uppskrift sem þið viljið geyma og baka aftur og aftur!
Heslihnetumjólk með súkkulaðibragðiFyrir heslihnetu- og súkkulaðiunnendur þá er þessi mjólk the “real deal” og ég get sagt ykkur að ég vann mér inn þónokkur rokkstig hjá 7 ára stráknum mínum fyrir að vippa fram kakómjólk handa honum uppúr þurru. Mjólkin er með ríkulegt kakóbragð en heslihnetubragðið nær samt í gegn sem ég fíla. Við mælum með að prófa þessa hollu útgáfu af kakómjólk sem er laus við sykur og aukaefni og er þar að auki nærandi að saðsöm. Mjólkin er góð ein og sér en líka góð sem grunnur í súkkulaðichiagraut, út í smoothie eða út í t.d. piparmyntute.
Heimagerð jarðaberjamöndlumjólk með vanilluEf þú hefur ekki prófað að gera heimagerða möndlumjólk þá ertu að missa af! Ég bara elska hvað þetta er einfalt og hvað hún verður creamy og góð. Yfirleitt hef ég verið að gera sæta kanilmjólk en stundum er skemmtilegt að leika sér með önnur brögð. Hér erum við með jarðaberja og vanillumjólk. Hún kemur skemmtilega á óvart og minnir svolítið á Power shake á Joe and the Juice fyrir þá sem hafa einhvertíman smakkað hann (hann er ekki vegan). Hún er góð ein og sér en líka skemmtileg til að nota í chiagrautinn, útá hafra- eða grjónagraut, í smoothieinn eða útí te, kamillute með jarðaberjamjólk er algjört nammi.
Hummus pasta með súrkáli og ólífumHummus pasta er einn af okkar “go to” réttum þegar við viljum fljótlega, einfalda og bragðgóða máltíð. Hún verður mögulega oft fyrir valinu á mánudögum. Þeir sem hafa fylgt mér lengi hafa eflaust séð hana oft og mörgum sinnum en við verðum ekki þreytt á henni. Það elska jú allir pasta og svo er alveg brilliant að nota hummus sem sósu sem gerir réttinn saðsamari og próteinríkari á sama tíma. Til að fullkomna réttinn bætum við svo súru kontrasti með lífrænum grænum ólífum og súrkáli, fullkomið á móti hummusnum í miðausturlenskum anda, það er í raun þetta kombó sem gerir máltíðina. Svo bætir maður við því grænmeti sem maður á til að fá smá lit á diskinn, auka trefjar og “crunch”. Við fáum aldrei nóg af þessu og börnin ekki heldur….. þau eru bæði ólífusjúk.
Himnesk heimagerð möndlu croissantMöndlucroissant er með því besta sem ég fæ. Þegar ég panta mér eitthvað með kaffinu í París verða slík croissant yfirleitt fyrst fyrir valinu. Hér á landi eru örfá bakarí sem bjóða upp á þau en það er ekki alltaf hægt að ganga að þeim vísum svo ég hef lengi ætlað mér að prófa að útbúa þau heima. Þessi uppskrift er algerlega fullkomin en ég tók smá áhættu með því að bæta möndlu tonka smyrjunni frá Rapunzel í fyllinguna en almáttugur hvað það færði hornin upp á annað stig! Hornin sjálf keypti ég í Costco á fínu verði og því er alger lágmarks vinna á bakvið þennan bakstur. Ef þið eruð eitthvað lík mér þegar kemur að frönsku bakkelsi þá verðið þið að prófa þessi!
Bananamúffur með kanil, karamellu og pekanhnetumÁ mínu heimili er allt bakkelsi sem inniheldur banana sívinsælt og klárast jafnan samstundis. Þessar múffur eru engin undantekning og kláruðust á augabragði. Kanillinn og pekanhneturnar gefa þeim aðeins haustlegan blæ og það er algjör lúxus að toppa þær síðan með karamellunni. Ég nota kókosolíu í þær en það kemur bara örlítill kókoskeimur af henni sem mér finnst passa svo vel með bananabakstri. Og eins og með flest bakkelsi frystast þær mjög vel. Ég mæli þá með því að setja karamelluna ofan á þegar á að bera þær fram. Það er auðvitað hægt skipta hnetunum út fyrir aðra tegund en pekanhnetur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér.
Ofureinföld súkkulaðihorn með söxuðum heslihnetum dökku súkkulaðiÞessi horn eru ótrúlega gómsæt, einföld og vegan ‏þar að auki. Það eru einungis örfá hráefni sem ‏þarf einmitt ‏þannig að það sé gott að eiga þau til og skella í hornin ef gesti bera að garði. Nú eða ef þið vilja útbúa eitthvað sérlega gómsætt í brönsinn eða afmælisveisluna. Bionella súkkulaðismjörið frá Rapunzel hentar alveg fullkomlega í fyllinguna, með ‏því helst hún mjúk en lekur þó ekki úr hornunum við baksturinn.
Dásamleg mokkakaka með þeyttri núggatmúsÞessi súkkulaðikaka er alveg ótrúlega einföld og tekur stuttan tíma að gera. Botninn er mjúkur með góðu súkkulaði og kaffibragði og kremið er algjör leikbreytir! Núggatmúsin er algjör dásemd og myndi líka koma vel út ein og sér í litlum skálum. Ég mæli líka með að prófa að setja deigið í möffinsform og gera bollakökur!
Einfalt og fljótlegt möndlunutellaStundum langar mann í eitthvað sætt og það strax. …. og stundum þarf það bara að bragðast eins og súkkulaði. Ávextir er eitthvað sem er alltaf til á mínu heimili og kókosmöndlusmjörið frá Rapunzel er líka alltaf til hjá mér eins og hjá örugglega öllum sem hafa smakkað það. Ég elska ávexti en ég elska líka að poppa þá aðeins upp. Hér ákvað ég að skera niður ananas og taka fram kókosmöndlusmjörið sem ég var með við stofuhita og blanda smá kakó við það og sjá hvort úr yrði ekki eitthvað geggjað. Súkkulaðicravingið sem ég var með af hormónalegri orsök varð ekki fyrir vonbrigðum og það er alltaf skemmtilegra að uppfylla cravings á hollari máta. Ananas varð fyrir valinu hjá mér fyrir þessa mynd en sósuna er hægt að nota eins og hverskonar súkkulaðismjör/nutella.
Ítalskur pönnuréttur með smjörbaunum, svörtum ólífum og ferskri basilikuVið höldum áfram að vinna með fljótlega vegan rétti og þessi er algjörlega himneskur. Hráefnin eru hvorki mörg né flókin og það tekur enga stund fyrir þennan að verða tilbúinn. Ég nota hérna smjörbaunir eða cannellini baunir í dós, sem ég sé því miður ekki oft á borðum en þær eru frekar hlutlausar á bragðið og henta því vel í allskyns pottrétti og taka í sig bragðið af kryddum og öðrum hráefnum. Þær eru mjög næringarríkar, innihalda mikið af trefjum, kalki, járni o.fl. Með baununum í réttinum eru meðal annars ítölsk krydd, hvítlauk, svartar ólífur, næringarger og kókosmjólk. Samsetning sem er algerlega ómótstæðileg með nýbökuðu ciabatta eða súrdeigs brauði.
1 2 3 4 20