Rjómalagað humar tagliatelle með stökku beikoni er máltíð sem hljómar flókin en er ótrúlega einföld að útbúa. Fullkomin blanda af mjúku pasta, mildri rjómasósu og humri með smá “crunch” frá beikoninu. Einfalt en algjör lúxus.
Ljúffeng og mjúk lambakóróna, marinseruð í kryddjurtum og hvítlauk, elduð þar til kjötið verður meyrt og djúsí. Borið fram með silkimjúkri, heimalagaðri bearnaise-sósu og djúpbragðmiklum balsamic sveppum – stórbrotinn réttur sem slær í gegn á öllum veisluborðum.
Dásamlega rjómalagað pasta með safaríkum risarækjum, eldað í silkimjúkri Alfredo sósu úr rjóma, hvítlauk og parmesanosti. Fullkomið fyrir bæði hversdagskvöld og veislukvöld – þessi réttur slær alltaf í gegn!
Sous vide ungnauta framfille með koníaks- grænpiparsósu, sannkölluð veisla á diskinn þinn.