#chiafræ

Morgunverður meistaransLúxus morgunverður þarf ekki alltaf að kosta mikla fyrirhöfn. Þessi hérna samsetning myndi sóma sér hvar sem er, hvenær sem er og ekki er verra að þetta er allt hollt, gott og næringarríkt!
Lúxus chiagrauturKókos- og möndlusmjörið er algjör hittari út á grautinn, berin síðan mjúk og sæt, kókosflögur og hnetur með smá kröns, þetta var allt saman + meira var hreinlega algjör negla!
Fljótleg Vegan Súkkulaðimús með þeyttum rjómaÞessi er ansi langt frá gamla pakkabúðingnum sem við þekkjum mörg en ekki mikið flóknari samt! Örfá hráefni og smá tími er allt sem þarf. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera með chia fræjum og haframjólk nefnilega. Svo styttum við okkur enn leið og notum súkkulaði haframjólk, hversu mikil snilld!... Krakkarnir elska þennan ekkert síður en við hjónin. Við toppum hann með þeyttum Oatly visp hafrarjóma en það er auðvitað smekksatriði, okkur finnst hann verða extra gúrm þannig.
Lífrænir granólabitar með kókossmjöriLífrænt ræktaðir og gómsætir granóla bitar með höfrum, kókosflögum, möndlum, chia fræjum, hlynsírópi, kókos- og möndlusmjöri með döðlum og toppað með súkkulaði. Rapunzel kókos- & möndlusmjörið með döðlunum er tilvalið í bakstur og líka bara eitt og sér til að setja toppinn yfir i-ið.