Jarðaberja Gin & TónikHér er á ferðinni öðruvísi útgáfa af hinum klassíska G&T, sætur og góður.Einfaldar súkkulaðibitakökurHér eru á ferðinni einfaldar klassískar súkkulaðibitakökur þar sem notað er Marabou Daim bites. Það er best að kæla deigið að lágmarki í 30 min áður en kökurnar eru bakaðar.Einfaldar súkkulaðibitakökur með Tony´sHér eru á ferðinni einfaldar klassískar súkkulaðibitakökur, best er að kæla deigið að lágmarki í 30 min áður en kökurnar eru bakaðar. Piparköku ostakaka með Werther’s karamellusósuÞessi piparköku ostakaka er hinn fullkomni jólaeftirréttur – einföld, fljótleg og svo hátíðleg. Hún er með piparkökubotni, silkimjúkri rjómaostafyllingu, Werther’s karamellusósu og bláberjum. Hvort sem þú ætlar að gleðja fjölskyldu á aðventunni eða bjóða upp á eitthvað sérstakt á jólum, þá er þessi ostakakan sem þið verðið að prófa.Jóla Cosmo 75Ljúffengur jólakokteill með heimagerðu trönuberjasírópi 🎄✨ Heimagerða trönuberjasírópið lyftir þessum drykk á annað level og er líka hægt að nota í aðra drykki eða jafnvel á eftirrétti. Þetta er kokteill sem er ferskur, jólalegur og með smá freyðandi lúxus.Sænskur Lúciu Overnight oats með saffran og vanilluErtu saffran elskandi?
Eða kannski aldrei smakkað Lúsíubollur, Lussekatter, Lussebullar…? Ef ekki þá finnur þú uppskrift af þeim hér. Lussekatter er sætabrauð með saffran og rúsínum sem boðið er uppá við svona sirka öll tilefni í desember í Svíþjóð. Eftir að venjast þessari hefð í nokkur ár er ekki aftur snúið. Til að svala saffran þörfinni á aðeins öðruvísi og hollari máta þá býð ég hér uppá uppskrift að overnight oats eða yfirnætur hafra-og chia graut með saffran, vanillu og rúsínum sem minnir óneytanlega á Lussekatter…. nema með allt annarri áferð.
Í uppskriftinni að neðan nota ég heimagerða möndlumjólk en mér persónulega finnst engin plöntumjólk slá henni við og hún býður uppá sveigjanleika til að stýra bragðinu. Ég elska að sæta hana með döðlum sem minn uppáhalds sætugjafi.
Það er að sjálfsögðu hægt að nota keypta möndlumjólk og nota aðra sætu til að gefa sætt bragð, leiðbeiningar fylgja fyrir neðan.Affogato með súkkulaði-krókant ís & heimagerðu ískexiÞessi desert er fullkominn fyrir alla sanna kaffiunnendur! Affogato er dásamlegur ítalskur eftirréttur og líklega með þeim allra auðveldustu. Affogato þýðir „drekkt“ enda er ísnum drekkt í vel sterkum espresso. Í þessari útgáfu sem er aðeins sparilegri en aðrar, er uppistaðan heimagerður ís þar sem ég nota niðursoðna mjólk en með henni verður ísinn silkimjúkur og mjög auðvelt er að skafa hann í kúlur. Í honum er einnig ljúffengt mjólkur- og krókant súkkulaði sem gerir hann algerlega ómótstæðilegan.
Punkturinn yfir i-ið er svo rjúkandi heitt espresso og heimagert ískex. Ég lagaði kaffið úr mínum allra uppáhalds baunum frá Rapunzel en það eru ekki margir sem vita af þessu kaffi sem mér finnst mikil synd!
Fyrir krakkana er kaffinu auðvitað sleppt en ísinn er ljúffengur eins og hann kemur fyrir en auðvitað er skemmtilegt að skella smá íssósu með og auka ískex! Toblerone karamelluísÞað þekkja flestir klassíska Toblerone ísinn og hér kemur skemmtileg útfærsla! Karamella gerir þetta enn betra og þessi blanda er dásamleg.Rjómalagað fusilli með sveppumEinfalt er oft best. Þessi uppskrift er dásamleg fyrir alla sveppaunnendur og er fullkominn réttur fyrir jólaannríkið. Hún er einföld, fljótleg og ótrúlega ljúffeng – passar bæði á virkum dögum og þegar þú vilt gleðja fjölskyldu eða gesti í desember. Það er einnig gott að bæta smávegis af rifnum sítrónubörk fyrir ferskleika eða smá chiliflögum fyrir kryddaðri útgáfu. Mæli með að bera fram með góðu hvítvínsglasi og njóta vel í aðventunni.Sænskar kókoskúlur eða “Delicatobollar”… nema hollariÍ Svíþjóð kynntumst við sænskum kókoskúlum sem fást í öllum verslunum þar. Þær urðu staðalbúnaður um helgar og hægt var að kaupa þær stakar eða í kassa með 6 eða 12 stykkjum. Við getum sagt að við byrjuðum pent með eina á mann sem varði stutt og vorum við fljótlega komin í 6 stykkja kassann og það kom fyrir að sá stóri rataði í kerruna. Við buðum öllum sem komu í heimsókn til okkar uppá “Delicatoboll”. Þeir eru dæmi um svona vinsælt nammi/bakkelsi sem er óvart vegan. En þeir voru auðvitað stútfullir af sykri og smjörlíki. Kaffið í þeim er sennilega það sem gefur þeim sitt einkennandi bragð en þrátt fyrir kaffibragðið þá eru kúlurnar/boltarnir vinsælir hjá börnum og ég sem drekk ekki kaffi, og hef aldrei gert, elska þá.
Jæja ég ákvað að endurvekja þessa sænsku ánægju nema með hollara hráefni og ég verð að segja að útkoman er alveg keimlík! Nú horfum við á sænskt sjónvarp OG fáum okkur sænska heimigerða “Delicatobollar” hér heima á Íslandi. Ég elska að geta skapað smá sænska stemningu hér heima þar sem við finnum oft fyrir söknuði til Svíþjóðar en við áttum svo æðisleg 6 ár þar.Hátíðlegt waldorf salat sem passar með ölluFyrir marga er algerlega ómissandi að hafa waldorf salat með jólamatnum. Þá skiptir ekki öllu hvort aðalrétturinn er hamborgarhryggur, kalkúnn eða hnetusteik. Stökk, fersk eplin ásamt selleríi, vínberjum og hnetum fara þó sérstaklega vel með þyngri steikum og bragðmiklum aðalréttum og þannig verður til einhver samsetning sem erfitt er að toppa.
Það er auðvitað ekki verra að það ótrúlega auðvelt að skella í salatið og það er snjallt að útbúa það daginn áður en á að bera það fram til að spara tíma. Við það verður það meira að segja enn betra!
Sígilt hangikjötssalat á dönsku rúgbrauðiÞað er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós.
Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslensk útgáfa af smörrebröd. Það er auðvitað svo sígilt að skella því á milli tveggja nýrra samlokubrauðsneiða og það er alls ekki síðra. Hvernig sem þið viljið bera það fram get ég lofað því að salatið klikkar aldrei!Þriggja tegunda súkkulaðibitakökur með möndlum og kaffiÞað eiga margir sína tegund af súkkulaðibitakökum sem bakaðar eru fyrir hver jól á meðan aðrir leita í sífellu að hinni einu sönnu uppskrift og eru óhrædd við að prófa nýjar. Ég er líklega blanda af þessum tveimur týpum. Ég á mínar klassísku uppskriftir sem ég baka fyrir hver jól en vil samt halda áfram að þróa nýjar uppskriftir og prófa eitthvað nýtt. Þessi uppskrift er afrakstur þess síðarnefnda. Algerlega stórkostlegar smákökur sem hurfu hraðar ofan í fjölskyldumeðlimi en dögg fyrir sólu.
Og skal engan undra. Í þeim er dágott magn af ljúffengu lífrænu súkkulaði. Við erum að tala um mjólkursúkkulaði með möndlum, hvítt súkkulaði með kókos og 70% súkkulaði. Til þess að ýta enn frekar undir súkkulaðibragðið er í þeim skyndikaffiduft. Kaffibragðið finnst varla (krakkarnir gerðu allavega engar athugasemdir) en gerir samt ótrúlega mikið fyrir heildar útkomuna. Stökkar að utan og mjúkar að innan. Ég lofa að þetta er uppskrift sem þið viljið geyma og baka aftur og aftur!Bökuð marmara súkkulaðiostakaka með rjómakremiBakaðar ostakökur minna mig alltaf á Bandaríkin enda er töluvert algengara að ostakökur þar séu af þeirri gerðinni. Innihaldið er töluvert frábrugðið þeim sem við þekkjum kannski betur sem eru þá gjarnan með matarlími og án eggja.
Bragðið er algerlega himneskt og áferðin silkimjúk. Súkkulaðikexið passar sérstaklega vel með fyllingunni og rjómakremið fullkomnar svo verkið.
Það er hins vegar smávegis kúnst að baka svona ostakökur en ef nokkur atriði eru höfð í huga er það lítið sem ekkert mál. Passa þarf að nota smelluform sem er síðan klætt vel með plastfilmu og álpappír svo ekkert vatn komist inn í formið en best er að baka þær í vatnsbaði. Smá vesen en fullkomlega þess virði. Þær geymast nefnilega líka svo vel í kæli og ekkert mál að frysta þær.Súkkulaði „Turtle“ kökurÞað má svo sannarlega bæði baka og borða yfir sig af smákökum í desember. „Turtle Cookies“ eru kökur sem innihalda karamellu og pekanhnetur, síðan eru útfærslurnar ýmiss konar!
Vefsíðan okkar notar vefkökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun á vefsíðunni fyrir notendur. Smelltu hér til að kynna þér skilmála síðunnar.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checkbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checkbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.