Vinsælar uppskriftir

Nýjar uppskriftir Sjá allar uppskriftir
Grilluð satay kjúklingalæri

Safarík og bragðmikil kjúklingalæri, marinéruð í tælensku karríkryddi og grilluð þar til þau fá fallega gyllta skorpu. Borið fram með salthnetum, fersku kóríander og mildri hnetusósu – fullkomið fyrir þá sem elska ekta street food bragð!

Súkkulaði- og kirsuberjasmoothie

Páskarnir liðnir og allir í súkkulaðikóma… hér er ég með geggjaðan næringarríkan súkkulaðismoothie ef þú þarft smá afvötnun eftir súkkulaðiátið án þess að fara í sykurvímu og fá illt í magann. Kakóbragðið kemur sterkt í gegn á meðan kirsuberin gera hann ferskan sem gerir góðan grunn að smoothie sem hægt er að bústa upp ennþá meira með því að bæta í hann ofurfæðum sem þú vilt fá inní daginn. Chaga, moringa, engifer og hampfræ eru t.d. hráefni sem eiga það til að fljóta með í þessum grunni hjá mér.

Risarækju Alfredo með beikoni og ristuðu panko raspi

Dásamlega rjómalagað pasta með safaríkum risarækjum, eldað í silkimjúkri Alfredo sósu úr rjóma, hvítlauk og parmesanosti. Fullkomið fyrir bæði hversdagskvöld og veislukvöld – þessi réttur slær alltaf í gegn!

BBQ borgarar með jalapeno snakki

Sumarið er á næsta leiti og grilltíminn að hefjast. Hér kemur útfærsla af hamborgara með snakki á milli og þessi hér var algjör negla!