Súrdeigsbrauð steikt upp úr smjöri, arrabiata sósa, parmesan og smjörsteiktur laukur, bakað í ofni og toppað með burrata, klettasalati, mínútusteik, litlum tómötum og ferskri basiliku. Allt sem ítölsk samloka á að vera – djúsí, einföld og algjör comfort bomba.
Sous vide ungnauta framfille með koníaks- grænpiparsósu, sannkölluð veisla á diskinn þinn.
Grilltíminn er að hefjast og páskarnir á næsta leyti. Tilvalið að draga fram grillið og galdra fram girnilega steik og með því.
Flat iron steik með steikhússósu og frönskum kartöflum. Tilvalin uppskrift fyrir helgina.