Rjómalagað humar tagliatelle með stökku beikoni er máltíð sem hljómar flókin en er ótrúlega einföld að útbúa. Fullkomin blanda af mjúku pasta, mildri rjómasósu og humri með smá “crunch” frá beikoninu. Einfalt en algjör lúxus.
Litríkt og létt salat fullt af ferskleika – næringarríkt kínóa, safaríkt mangó, mjúk lárpera og djúsí grillaðar risarækjur. Toppað með ferskum kryddjurtum og léttri sítrusdressingu. Ómótstæðilegur réttur sem sameinar hollustu og einstakt bragð!