#súrdeigspizza

Súrdeigspizza með salsiccia og chilihunangi

Ekkert toppar góða heimagerða súrdeigspizzu með fullkominni blöndu af krydduðu, safaríku áleggi og stökkum botni. Þessi pizza sameinar djúpan bragðheim súrdeigsins, bragðmikla ítalska grillpylsu og sæta, kryddaða hlið chilihunangsins – ómótstæðileg blanda fyrir bragðlaukana.

Súrdeigspizza með rifinni öndPizza er vinsæl hjá mörgum og alltaf er gaman að smakka nýjar samsetningar af góðri pizzu. Hér er ein mjög góð með rifinni önd, bökuðum tómötum og balsamikgljáa, sem að við mælum með að þið prófið með góðu rauðvínsglasi.