Brauðterta með beikoniBrauðtertur eru klassík sem alltaf slá í gegn. Þessi er einföld en guðdómlega ljúffeng, eggjasalat með beikoni og smjörsteikt brauðtertubrauð. Súkkulaðibombur með hnetusmjöri og súkkulaðikexiÞessar kúlur eru algjörlega ómótstæðilegar og hugsanlega gætu þær ekki verið einfaldari! Aðeins 4 innihaldsefni og það tekur enga stund að græja þær. Það mætti segja að þær séu mitt á milli þess að vera sælgæti og bakkelsi. Stökkt kexið passar ótrúlega vel með hnetusmjörinu og súkkulaðismyrjunni og mjólkursúkkulaðið fullkomnar svo bomburnar.
Þessar verðið þið að prófa!Ævintýralega góðar vegan snickers browniesAllt sem er með súkkulaði, jarðhnetum og karamellu er sjálfkrafa stórkostlegt. Þessar brownies toppa líklega allt og það sem meira er, þær eru vegan! Fyrst kemur þéttur og bragðmikill brownie botn. Ofan á hann kemur karamellan en hún er meðal annars gerð úr döðlum, hafrarjóma og hnetusmjöri. Þar næst koma salthnetur sem þrýst er aðeins ofan í karamelluna og svo er súkkulaði ganache kremi smurt ofan á. Það nær bara engri átt hvað þessar brownies eru stórkostlegar, látið ekki hugfallast þó það þurfi smávegis handavinnu til, þær eru fullkomlega þess virði.Möndlu- og kókoskökurÞessari langaði mig að deila fyrir jól því þessar voru oft bakaðar í desember …. þangað til möndlumjölið varð uppselt ALLS staðar. Ég vildi ekki gera ykkur það að deila jafn skemmtilegri uppskrift þegar hráefnið væri ófinnanlegt á landinu.
Uppskriftin myndi teljast til hollari smákaka, er glútenlaus og laus við hvítan sykur. Hún nýtur sín kannski bara betur í mars. Möndlumjölið er allavega til núna. Þær eru ekki ofursætar en gefa þér alveg þessa “smáköku” tilfinningu. Stökkar að utan og “tjúí” að innan. Bragðmiklir orkuklattar með dökku súkkulaði og kókos-& möndlusmjöEf þið farið í göngur, skíðaferðir eða stundið útivist sem útheimtir mikla orku þá er þetta fullkomið nesti fyrir ykkur! Nú eða bara ef þið eruð eins og ég, elskið hreinlega hvers kyns granóla stykki eða klatta sem pakkaðir eru af allskonar gúmmelaði og góðri næringu.
Þessir klattar eru svo hrikalega góðir og einfaldir, innihalda náttúrulega sætu og eru auk þess vegan! Mitt allra uppáhalds, kókos- og möndlusmjörið frá Rapunzel gefur einstakt bragð og heldur þessu öllu saman ásamt banananum. Klattana er auðveldlega hægt að frysta og taka út eftir þörfum og svo er líka hægt að skipta út fræjunum fyrir aðra tegund eða möndlunum út fyrir aðrar hnetur eða jafnvel sleppa þeim og auka magn af öðru í staðinn. Þessa uppskrift er hægt að leika sér endalaust með!Vegan og glútenlaus sveppasósa“Hún er geðveik mamma, þú verður að gera uppskrift af henni” voru orð sonar míns þegar hann fékk þessa með kvöldmatnum. Hefði ekki getað óskað mér betri viðbrögð enda eru börn bestu dómararnir. Hreinskilin og kröfuhörð.
Þetta er sveppasósa sem er létt í sér og minnir á gravy. Hún er að mestu lífræn, fyrir utan sveppina sem ég fann ekki lífræna, án aukaefna og glútenlaus. Passar vel með hnetusteik, með grænmetisbuffi, kartöflumúsinni… og ef þú spyrð krakkana mína þá má borða hana eintóma.
Hveiti er oft notað í sósur til að þykkja þær en hér nota ég kjúklingabaunamjöl sem inniheldur ekki glúten en virkar eins til þykkingar. Mörgum til mikillar gleði bætir það líka próteini í sósuna.Gerjaður kasjúostur með Zaatar og cuminKasjúsostar urðu að hálfgerðu áhugamáli rétt fyrir jólin en ég hef verið að leika mér að gera stinna osta til að setja á ostabakkan. Mig langaði að útbúa uppskrift sem væri einföld úr einföldum hráefnum og ekki alltof tímafrek, eða kallaði á margra daga bið í gerjun. Það eru til svoleiðis ostar líka en ég þekki mig, ég er ekkert alltof mikið að skipuleggja langt fram í tímann og straxveikin er fljót að kikka inn ef mig langar í eitthvað.
Ég komst þó ekki upp með að stytta ferlið nema niður í rúman sólarhring til að ná súra bragðinu frá gerjuninni. Til að starta og flýta fyrir gerjuninni gríp ég í góðvini mína og góðgerlana frá Probi Original. Algjörlega hlutlausir á bragðið og þægilegir í notkun.
Eftir nokkrar tilraunir og margar kasjúhnetur,… þá er ég ótrúlega ánægð með þennan kasjúost sem hvarf vel ofan í afa og ömmur, vinkonur, krakka og pabba þeirra. Broddkúmenið (cumin) og zaatar gerir ostinn líka að annarskonar upplifun sem kemur á óvart.
Ath uppskriftin gerir 2 vænar ostakúlur og auðvitað er hægt að helminga uppskriftina fyrir bara eina kúlu. Persónulega fannst mér blenderinn minn þó ná skemmtilegri áferð þegar ég gerði uppskriftina stærri og svo er líka bara hundleiðinlegt að gera bara eina kúlu þegar þú getur gert tvær. Fullkomið að prófa þessa uppskrift fyrir helgina og bjóða vinum í kósíkvöld.Kasjúostsfylltar eggaldinrúllur í tómatsósuEggaldinrétturinn sem slær alltaf í gegn. Rétturinn sem mér finnst svo gaman að bjóða uppá í matarboðum. Allir elska hann, bæði börn og fullorðnir og það besta að það er hægt að preppa hann snemma. Uppskriftin er einföld þó það fylgi henni smá dútl en hún samanstendur af kasjúosti, eggaldinsneiðum og tómatsósu sem svo er raðað saman í form.
Skrefin eru frekar óháð og auðvelt að undirbúa fyrr um daginn eða jafnvel daginn áður sem getur komið sér vel fyrir matarboð í opnu eldhúsi eða bara fyrir okkar dæmigerða upptekna hversdag. Ég allavega elska að geta flýtt fyrir mér.
Rétturinn getur staðið einn og sér en ég hef líka verið að bera hann fram með kartöflum í ofni ásamt salati og um daginn hafði ég hvítlauksbrauð með. Kryddraspinn er hægt að blanda útí hvítlauksolíu til að setja á brauð og hita það í ofni fyrir stökkt hvítlauksbrauð.Affogato með súkkulaði-krókant ís & heimagerðu ískexiÞessi desert er fullkominn fyrir alla sanna kaffiunnendur! Affogato er dásamlegur ítalskur eftirréttur og líklega með þeim allra auðveldustu. Affogato þýðir „drekkt“ enda er ísnum drekkt í vel sterkum espresso. Í þessari útgáfu sem er aðeins sparilegri en aðrar, er uppistaðan heimagerður ís þar sem ég nota niðursoðna mjólk en með henni verður ísinn silkimjúkur og mjög auðvelt er að skafa hann í kúlur. Í honum er einnig ljúffengt mjólkur- og krókant súkkulaði sem gerir hann algerlega ómótstæðilegan.
Punkturinn yfir i-ið er svo rjúkandi heitt espresso og heimagert ískex. Ég lagaði kaffið úr mínum allra uppáhalds baunum frá Rapunzel en það eru ekki margir sem vita af þessu kaffi sem mér finnst mikil synd!
Fyrir krakkana er kaffinu auðvitað sleppt en ísinn er ljúffengur eins og hann kemur fyrir en auðvitað er skemmtilegt að skella smá íssósu með og auka ískex! Sænskar kókoskúlur eða “Delicatobollar”… nema hollariÍ Svíþjóð kynntumst við sænskum kókoskúlum sem fást í öllum verslunum þar. Þær urðu staðalbúnaður um helgar og hægt var að kaupa þær stakar eða í kassa með 6 eða 12 stykkjum. Við getum sagt að við byrjuðum pent með eina á mann sem varði stutt og vorum við fljótlega komin í 6 stykkja kassann og það kom fyrir að sá stóri rataði í kerruna. Við buðum öllum sem komu í heimsókn til okkar uppá “Delicatoboll”. Þeir eru dæmi um svona vinsælt nammi/bakkelsi sem er óvart vegan. En þeir voru auðvitað stútfullir af sykri og smjörlíki. Kaffið í þeim er sennilega það sem gefur þeim sitt einkennandi bragð en þrátt fyrir kaffibragðið þá eru kúlurnar/boltarnir vinsælir hjá börnum og ég sem drekk ekki kaffi, og hef aldrei gert, elska þá.
Jæja ég ákvað að endurvekja þessa sænsku ánægju nema með hollara hráefni og ég verð að segja að útkoman er alveg keimlík! Nú horfum við á sænskt sjónvarp OG fáum okkur sænska heimigerða “Delicatobollar” hér heima á Íslandi. Ég elska að geta skapað smá sænska stemningu hér heima þar sem við finnum oft fyrir söknuði til Svíþjóðar en við áttum svo æðisleg 6 ár þar.Hátíðlegt waldorf salat sem passar með ölluFyrir marga er algerlega ómissandi að hafa waldorf salat með jólamatnum. Þá skiptir ekki öllu hvort aðalrétturinn er hamborgarhryggur, kalkúnn eða hnetusteik. Stökk, fersk eplin ásamt selleríi, vínberjum og hnetum fara þó sérstaklega vel með þyngri steikum og bragðmiklum aðalréttum og þannig verður til einhver samsetning sem erfitt er að toppa.
Það er auðvitað ekki verra að það ótrúlega auðvelt að skella í salatið og það er snjallt að útbúa það daginn áður en á að bera það fram til að spara tíma. Við það verður það meira að segja enn betra!
Sígilt hangikjötssalat á dönsku rúgbrauðiÞað er fátt sem toppar góða brauðsneið með hangikjötssalati og þetta er að mínu mati það allra besta. Bragðmikið hangikjöt með silkimjúku majónesi, eggjum og strangheiðarlegum baunum og gulrótum úr dós.
Mér finnst mjög gott að bera það fram á þéttu, góðu brauði líkt og dönsku rúgbrauði og þá er það næstum eins og íslensk útgáfa af smörrebröd. Það er auðvitað svo sígilt að skella því á milli tveggja nýrra samlokubrauðsneiða og það er alls ekki síðra. Hvernig sem þið viljið bera það fram get ég lofað því að salatið klikkar aldrei!Þriggja tegunda súkkulaðibitakökur með möndlum og kaffiÞað eiga margir sína tegund af súkkulaðibitakökum sem bakaðar eru fyrir hver jól á meðan aðrir leita í sífellu að hinni einu sönnu uppskrift og eru óhrædd við að prófa nýjar. Ég er líklega blanda af þessum tveimur týpum. Ég á mínar klassísku uppskriftir sem ég baka fyrir hver jól en vil samt halda áfram að þróa nýjar uppskriftir og prófa eitthvað nýtt. Þessi uppskrift er afrakstur þess síðarnefnda. Algerlega stórkostlegar smákökur sem hurfu hraðar ofan í fjölskyldumeðlimi en dögg fyrir sólu.
Og skal engan undra. Í þeim er dágott magn af ljúffengu lífrænu súkkulaði. Við erum að tala um mjólkursúkkulaði með möndlum, hvítt súkkulaði með kókos og 70% súkkulaði. Til þess að ýta enn frekar undir súkkulaðibragðið er í þeim skyndikaffiduft. Kaffibragðið finnst varla (krakkarnir gerðu allavega engar athugasemdir) en gerir samt ótrúlega mikið fyrir heildar útkomuna. Stökkar að utan og mjúkar að innan. Ég lofa að þetta er uppskrift sem þið viljið geyma og baka aftur og aftur!Bökuð marmara súkkulaðiostakaka með rjómakremiBakaðar ostakökur minna mig alltaf á Bandaríkin enda er töluvert algengara að ostakökur þar séu af þeirri gerðinni. Innihaldið er töluvert frábrugðið þeim sem við þekkjum kannski betur sem eru þá gjarnan með matarlími og án eggja.
Bragðið er algerlega himneskt og áferðin silkimjúk. Súkkulaðikexið passar sérstaklega vel með fyllingunni og rjómakremið fullkomnar svo verkið.
Það er hins vegar smávegis kúnst að baka svona ostakökur en ef nokkur atriði eru höfð í huga er það lítið sem ekkert mál. Passa þarf að nota smelluform sem er síðan klætt vel með plastfilmu og álpappír svo ekkert vatn komist inn í formið en best er að baka þær í vatnsbaði. Smá vesen en fullkomlega þess virði. Þær geymast nefnilega líka svo vel í kæli og ekkert mál að frysta þær.Súkkulaði „Turtle“ kökurÞað má svo sannarlega bæði baka og borða yfir sig af smákökum í desember. „Turtle Cookies“ eru kökur sem innihalda karamellu og pekanhnetur, síðan eru útfærslurnar ýmiss konar!
Vefsíðan okkar notar vefkökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun á vefsíðunni fyrir notendur. Smelltu hér til að kynna þér skilmála síðunnar.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may affect your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. These cookies ensure basic functionalities and security features of the website, anonymously.
Cookie
Duration
Description
cookielawinfo-checkbox-analytics
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics".
cookielawinfo-checkbox-functional
11 months
The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional".
cookielawinfo-checkbox-necessary
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary".
cookielawinfo-checkbox-others
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other.
cookielawinfo-checkbox-performance
11 months
This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance".
viewed_cookie_policy
11 months
The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data.
Functional cookies help to perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collect feedbacks, and other third-party features.
Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.
Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.
Advertisement cookies are used to provide visitors with relevant ads and marketing campaigns. These cookies track visitors across websites and collect information to provide customized ads.