Ertu saffran elskandi?
Eða kannski aldrei smakkað Lúsíubollur, Lussekatter, Lussebullar…? Ef ekki þá finnur þú uppskrift af þeim hér. Lussekatter er sætabrauð með saffran og rúsínum sem boðið er uppá við svona sirka öll tilefni í desember í Svíþjóð. Eftir að venjast þessari hefð í nokkur ár er ekki aftur snúið. Til að svala saffran þörfinni á aðeins öðruvísi og hollari máta þá býð ég hér uppá uppskrift að overnight oats eða yfirnætur hafra-og chia graut með saffran, vanillu og rúsínum sem minnir óneytanlega á Lussekatter…. nema með allt annarri áferð.
Í uppskriftinni að neðan nota ég heimagerða möndlumjólk en mér persónulega finnst engin plöntumjólk slá henni við og hún býður uppá sveigjanleika til að stýra bragðinu. Ég elska að sæta hana með döðlum sem minn uppáhalds sætugjafi.
Það er að sjálfsögðu hægt að nota keypta möndlumjólk og nota aðra sætu til að gefa sætt bragð, leiðbeiningar fylgja fyrir neðan.