Ég eeeeelska súkkulaði og súkkulaðiís! Til að súkkulaðiís standist væntingar mínar þarf hann að vera creamy, með miklu súkkulaðibragði og svo skemmir ekki fyrir ef ég fæ að bíta mig í gegnum stökkt lag af súkkulaði…. svo vil ég hafa hann úr hráefnum sem gera mér gott. Hér deili ég með ykkur uppskrift af súkkulaðiís sem tikkar í öll box. Hann er laus við sykur og aukaefni og inniheldur aðeins 5 hráefni (6 ef við teljum salt með), hann er lífrænn í þokkabót.