Sykurlaust granóla með kókos og kakó

Sykurlaust granóla með kókos og kakó

Ég hafði aldrei prófað að nota banana sem sætu í granóla fyrr en Tobba Marínós kom með granólað sitt á markaðinn. Ég segi bara takk fyrir þá hugmynd því við á mínu heimili erum bara ferlega hrifin af því.

Hér er heimagert granóla í anda Granólabarsins “sem mamma ykkar vill að þið borðið”. Enginn sykur, ekkert síróp, bara strangheiðarleg lífræn hráefni og bragðlaukarnir segja “ekki hætta að narta í þetta eins og snakk”.

Read more

Súkkulaðibombur með hnetusmjöri og súkkulaðikexi

Súkkulaðibombur með hnetusmjöri og súkkulaðikexi

Þessar kúlur eru algjörlega ómótstæðilegar og hugsanlega gætu þær ekki verið einfaldari! Aðeins 4 innihaldsefni og það tekur enga stund að græja þær. Það mætti segja að þær séu mitt á milli þess að vera sælgæti og bakkelsi. Stökkt kexið passar ótrúlega vel með hnetusmjörinu og súkkulaðismyrjunni og mjólkursúkkulaðið fullkomnar svo bomburnar.
Þessar verðið þið að prófa!

Read more

Himnesk heimagerð möndlu croissant

Himnesk heimagerð möndlu croissant

Möndlucroissant er með því besta sem ég fæ. Þegar ég panta mér eitthvað með kaffinu í París verða slík croissant yfirleitt fyrst fyrir valinu. Hér á landi eru örfá bakarí sem bjóða upp á þau en það er ekki alltaf hægt að ganga að þeim vísum svo ég hef lengi ætlað mér að prófa að útbúa þau heima.
Þessi uppskrift er algerlega fullkomin en ég tók smá áhættu með því að bæta möndlu tonka smyrjunni frá Rapunzel í fyllinguna en almáttugur hvað það færði hornin upp á annað stig! Hornin sjálf keypti ég í Costco á fínu verði og því er alger lágmarks vinna á bakvið þennan bakstur. Ef þið eruð eitthvað lík mér þegar kemur að frönsku bakkelsi þá verðið þið að prófa þessi!

Read more

Kjúklingabaunasalat

Kjúklingabaunasalat

Kjúklingabaunasalat hefur oft verið okkar “go to” inní nestissamlokuna. Það er bragðmikið, saðsamt og nokkuð næringarþétt sem hentar fyrir bæði ferðalögin, útipiknik en líka skólanestið.

Það er að sjálfsögðu hægt að setja kjúklingabaunasalat inní vefju, útá salatskálina, nota sem meðlæti eða topping á bakaða kartöflu / sæta kartöflu, á kexið…. ég held þið náið þessu 😉

Read more