Tacos með madras kjúklingi

Hér kemur uppskriftamyndband af tacos með indversku ívafi. Ég baka street tacos tortillur með hvítlaukssmjöri þannig að þær fá sérstaklega gott bragð. Ég fylli þær svo með madras kjúklingi, salati, gúrku, rauðlauk og mangó chutney sósu. Þessi réttur gjörsamlega leikur við bragðlaukana.

Skoða nánar
 

Kremað kókos dahl

Dásamlega kremuð og bragðgóð uppskrift að kókos dahl, þar sem rauðar linsur, ilmríkar kryddjurtir og mjúk kókosmjólk sameinast í fullkomnu jafnvægi. Með ferskum kóríander og kreistum sítrónusafa er þessi réttur bæði hlýjandi og ljúffengur fyrir sálina.

Skoða nánar