Svartbaunaborgari með fetaosti og sriracha jógúrtsósu

  ,   

janúar 12, 2021

Sælkeraborgari fyrir grænkera.

  • Fyrir: 4-6

Hráefni

2 dósir svartar baunir

1 msk ólífuolía

1/2 paprika, smátt skorin

1/2 laukur, smátt saxaður

3 hvítlauksrif, pressuð

1 1/2 tsk cumin

1 tsk chilí duft

1/2 tsk hvítlauksduft

1/4 tsk reykt paprika

1/2 bolli brauðrasp

1/2 bolli fetaostur

2 egg

1 msk Heinz worcestershire sósa

2 msk tómat- eða bbq sósa

salt og pipar

Sriracha jógúrtsósa

1 dós hrein jógúrt

1-2 msk Tabasco sriracha sósa

1-2 msk sítrónusafi

1 hvítlauksrif, pressað

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Hellið vökvanum frá baununum og leggið á ofnplötu með smjörpappír. Dreyfið vel úr og eldið við 150°c í 15 mínútur.

2Setjið olíu í pott og steikið lauk, hvítlauk og papriku við vægan hita. Setjið í skál ásamt hinum hráefnunum og bætið að lokum svörtu baunum saman við. Stappið baunirnar lítillega og mótið í buff.

3Ef deigið er of blautt bætið þá smá hveiti saman við.

4Grillið eða látið í 190°c heitan ofn í 10 mínútur á hvorri hlið.

Sriracha jógúrtsósa

1Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Bragðmikill BBQ svartbaunaborgari

Þessir borgarar eru ótrúlega einfaldir og bragðgóðir. Það skemmir svo auðvitað ekki fyrir að þeir eru bráðhollir og vegan án þess að gefa nokkuð eftir í djúsíheitum.

Jalapenó osta fylltir grillaðir bbq hamborgarar

Jalapenó osta fylltir grillaðir BBQ hamborgarar eru ótrúlega djúsí og fyrst og fremst hrikalega bragðgóðir.

Stökkur nachos kjúklingaborgari

Geggjaður kjúklingaborgari