Ómótstæðilegt Lamb Madras með spínati, blómkáli og tómötum

    

mars 8, 2021

Það er svo dásamlegt að getað skellt í indverska rétti með litlum fyrirvara með smá aðstoð frá Patak’s. Þessi lambaréttur er ótrúlega bragðmikill og góður. Það er smá hiti í sósunni en það er alveg hægt að dempa hana með smá hreinu jógúrti.

  • Fyrir: 4

Hráefni

600 g lambakjöt í bitum, gúllas eða niðurskorið innra læri

3 msk Madras spice paste frá Patak's

1 dl hrein jógúrt, helst grísk

2 tsk kókosolía

2 dl blómkálshrísgrjón eða saxað blómkál (hægt að kaupa frosið)

50 g frosið spínat

2 tómatar saxaðir

1 krukka Madras sósa frá Patak's

Fullkomin Basmati hrísgrjón

2 dl Tilda Basmati hrísgrjón

4 dl vatn

1/4 tsk salt (má sleppa ef rétturinn er mjög kryddaður)

Leiðbeiningar

1Skerið kjötið í bita og hreinsið fitu frá ef þarf

2Setjið kjötið í skál ásamt Madras paste og jógúrtinni. Hrærið vel saman og marínerið í minnst 30 mín. Má alveg marínerast í allt að sólarhring.

3Þýðið spínatið í örbylgjuofni t,d. Kreistið úr því vökvann og vigtið 50g. Setjið kókosolíu á pönnu og steikið blómkálið og spínatið létt. Takið af pönnunni.

4Setjið örlítið meira af kókosolíunni og steikið lambakjötið við meðalhita. Bætið 1 krukku af Madras sósunni og látið malla áfram rólega í 10 mín.

5Bætið spínatinu og blómkálinu saman við og látið malla áfram í 5 mín.

6Berið fram með basmati hrísgrjónum, naan brauði og jógúrtsósu.

Fullkomin Basmati hrísgrjón

1Skolið hrísgrjónin og setjið þau í pott ásamt vatni og salti. Fylgið svo þessum leiðbeiningum nákvæmlega og þið munuð aldrei aftur fá klesst eða brennd grjón aftur:

2Hrærið í grjónunum með gaffli. Kveikið á hellunni og látið suðuna koma upp á grjónunum án loks. Setjið lokið á og setjið á lægsta hita. Stillið tímann á 10 mín. Alls ekki opna pottinn á þessum tíma!

3Þegar tíminn er liðinn látið pottinn áfram vera í 5 mín. Takið þá lokið af og setjið í skál með gaffli.

4Fullkomin hrísgrjón í hvert sinn!

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Heilgrillaður lambahryggur og meðlæti

Þessi lambahryggur er eitthvað sem þið verðið að prófa! Að pensla hann með Caj P grillolíu og elda á útigrillinu er svakalega gott.

Udon núðlur frá Asíu

Hér er á ferðinni ofureinfaldar núðlur með nautakjöti, brokkoli og Hoi sin sósu. Mér finnst best að elda bita af nautalund/nautakjöti og skera það síðan í þunnar sneiðar og bæta út í rétt í lokin.

Víetnamskt banh mi í skál

Núðluréttur með steiktu svínakjöti, gulrætum og agúrku.