Palak tófu

  ,   

nóvember 25, 2020

Indverskt tófú frá grunni.

Hráefni

Tófúið

1-2 msk olía til steikingar

2x450 gr Singh Tahoe tófú (þetta í hvítu pökkunum)

1 geiralaus hvítlaukur

1 msk cumin

1 msk malaður kóríander

2 tsk papríkukrydd

Sósan

4 tómatar

1 geiralaus hvítlaukur

1 rauður chili

6 cm engifer

200 gr spínatkál

2 bollar Oatly haframatreiðslurjómi

Dressing

1/2 tsk kanill

1 tsk papríkukrydd

1 msk garamasala

2 dl Oatly hrein jógúrt (þessi hvíta og bláa)

1-1 1/2 tsk salt

Meðlæti

Tilda hrísgrjón

Leiðbeiningar

1Byrjið á að þerra tófúið léttilega, skera það í teninga og steikja í olíu (það þarf minni olíu ef notuð er panna sem ekkert festist á). Bætið svo hvítlauk og kryddum útá og steikið í nokkrar mínútur og blandið vel við kryddin.

2Næst er sósan útbúin með því að setja allt sem á að vera í sósunni saman í blender! Ef blenderinn er lítill er hægt að gera hana í skömmtum því allt blandast svo saman í pottinum.

3Hellið sósunni útá tófúið og leyfið að malla í um 10 mínútur. Bætið svo restinni af kryddum og jógúrtinni útí og leyfið að malla í nokkrar mínútur í viðbót.

4Berið fram með hrísgrjónum og jafnvel vegan naan brauði með hvítlauksolíu.

Uppskrift eftir Hildi Ómars.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Grænmetistaco með chipotle kasjúhnetusósu

Grænmetis taco með spicy chipotle kasjúhnetusósu

Bökunarkartöflur sweet chili með Ritzkexi

Sælkerakartöflur fylltar af osti og Ritz kexi.

Grillað jalapeño og habanero

Sterkt, sætt, salt og einstaklega mjúkt, geggjað á grillið!