Bananaís á priki

    

september 2, 2020

Bananaís á priki... algjört millimál í sparibúning!

Hráefni

Bananar

Oatly hreint jógúrt

Frosin hindber

Kókos

Trépinnar

Leiðbeiningar

1Skerið banana í tennt og stingið prikinu inní miðjan bananann. Passið að fara ekki í gegnum hann.

2Takið hýðið utan af og dýfið pinnanum ofaní jógúrtið. Leggið banann á bakka með bökunarpappír.

3Myljið frosin hindber í kurl og ristið kókos á pönnu. Stráið yfir jógúrtþakinn bananann.

4Setjið inní frysti í nokkra klst/yfir nóttu.

5Ágætt að taka “ísinn” út og leyfa að standa í ca 5-8 minútur áður en minnstu munnarnir gæða sér á ísnum.

Uppskrift eftir Hildi Ómars.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Vegan súkkulaðivöfflur með þeyttu vanillukremi

Belgískar vöfflur eru eitt það besta sem ég fæ. Þessi útgáfa er hinsvegar vegan og hentar því öllum, eða svo gott sem allavega.

OREO Crumbs rjómaís með hvítu Toblerone

Oreo rjómaís fullur af stökku Oreo Crumbs og hvítu Toblerone. Þennan ís átt þú eftir að elska!

Pavlovur með Tyrkisk Peber kremi og hindberja toppi

Hér eru á ferð litlar pavlovur með Tyrkisk Peber og Toblerone kremi toppað með hindberjasósu.