Grillaðar tandoori risarækjur með kaldri kóríander dressingu

Grillaðar tandoori risarækjur með kaldri kóríander dressingu

Þessi réttur er alveg einstaklega einfaldur og örfá innihaldsefni sem þarf. Einungis þarf að gera ráð fyrir tíma fyrir marineringuna en þess utan tekur rétturinn bara örfáar mínútur að verða tilbúinn. Það er snjallt að bjóða upp á þessar rækjur sem forrétt og það er sérlega auðvelt að margfalda uppskriftina og bjóða upp á fyrir stærri hóp. Tandoori marineringin frá Patak‘s leikur hér stórt hlutverk enda dásamleg þegar við þurfum aðeins að stytta okkur leið í indverskri eldamennsku.

Read more

Shawarma kjúklingaskál með krydduðum hrísgrjónum og Turkish style hvítlaukssósu

Shawarma kjúklingaskál með krydduðum hrísgrjónum og Turkish style hvítlaukssósu

Innblásturinn að þessum ljúffengu Shawarma kjúklingaskálum er fenginn frá skyndibitakeðjunni Halal guys sem rekur staði og vagna í New York. Þar myndast langar raðir daglega þar sem fólk bíður þess að fá vel kryddaðan kjúkling og gul hrísgrjón með hvítlauksósu og salati. Þeir hugrökkustu biðja um extra rauða sósu, en hún er svakalega sterk!

Read more

Bragðmiklar og einfaldar Madras Naan snittur

Bragðmiklar og einfaldar Madras Naan snittur

Þessar snittur eru ofur einfaldar en jafnframt mjög bragðgóðar og smart á veisluborðið. Þær henta grænmetisætum vel þar sem þær innihalda ekkert kjöt. Við styttum okkur leið með dásamlegu Patak’s naan brauðunum og kryddmauki frá Patak’s. Þessar snittur eru ofur einfaldar en jafnframt mjög bragðgóðar og smart á veisluborðið. Þær henta grænmetisætum vel þar sem þær innihalda ekkert kjöt. Við styttum okkur leið með dásamlegu Patak’s naan brauðunum og kryddmauki frá Patak’s. Þessar verðið þið að prófa!

Read more