Þetta salat er svo dásamlegt, stútfullt af næringu og það er sérlega þægilegt að getað sleppt innihaldsefnum eða skipt þeim út. Áherslan er lögð á sem flesta liti og dressingin setur punktinn yfir i-ið. Það er sérlega fallegt á borði og ég mæli eindregið með því að bera það fram í matarboðum eða saumaklúbbnum t.d.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið kjúklingabringurnar í djúpan disk, setjið karrýmaukið, ólífuolíu og salt og pipar yfir og veltið bringunum upp úr því þar til þær eru sirka jafnt kryddaðar.
Látið kjúklingabringurnar aðeins bíða á meðan þið skerið grænmetið. Ég skrifa ekki magn af hverri tegund fyrir sig en það er algjört smekksatriði. Ég sker allt í litla strimla eða juilenne skurð. Mér finnst það koma best út þannig en auðvitað er það frjálst. Blandið öllu saman.
Grillið kjúklingabringurnar við háan hita á gasgrilli þar til kjarnhiti fer upp í 70°C.
Kælið bringurnar aðeins og rífið þær niður eða skerið í bita. Berið fram með dressingunni.
Setjið öll innihaldsefnin í dressinguna í lítinn blandara eða nutri bullet og vinnið allt vel saman. Berið fram með salatinu.
Uppskrift eftir Völlu á GRGS.is
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið kjúklingabringurnar í djúpan disk, setjið karrýmaukið, ólífuolíu og salt og pipar yfir og veltið bringunum upp úr því þar til þær eru sirka jafnt kryddaðar.
Látið kjúklingabringurnar aðeins bíða á meðan þið skerið grænmetið. Ég skrifa ekki magn af hverri tegund fyrir sig en það er algjört smekksatriði. Ég sker allt í litla strimla eða juilenne skurð. Mér finnst það koma best út þannig en auðvitað er það frjálst. Blandið öllu saman.
Grillið kjúklingabringurnar við háan hita á gasgrilli þar til kjarnhiti fer upp í 70°C.
Kælið bringurnar aðeins og rífið þær niður eða skerið í bita. Berið fram með dressingunni.
Setjið öll innihaldsefnin í dressinguna í lítinn blandara eða nutri bullet og vinnið allt vel saman. Berið fram með salatinu.