Kjúklingur í Korma með ananas og kókos

    

ágúst 28, 2020

Ofnbakaður kjúklingur í Korma, einfalt og þægilegt

Hráefni

900 gr. Rose Poultry kjúklingabringur

1 msk Filippo Berio olía til steikingar

Salt og pipar

1 Krukka Korma sósa frá Patak´s

1 lítil dós kókos mjólk frá Blue Dragon

1 msk eða eftir smekk af Tabasco sriracha sósu

1 lítil dós af ananas bitum

1 dl kókosflögur

Rifin ostur

Meðlæti

2-3 pokar af Tilda hrísgrjónum

2 Patak´s Naans brauð

Leiðbeiningar

1Hitið ofnin í 200 gráður.

2Skerið kjúklingabringurnar niður í smáa bita.

3Hitið pönnuna með Filippo berio steikingar olíu. Á miðlungs hita lokið kjúklingabringunum og kryddið með salt og pipar.

4Hellið krukku af Korma sósu útá pönnuna ásamt kókosmjókinni og dass af Tabasco sósunni eftir smekk (má sleppa). Hellið þá ananas bitunum og kókosflögunum útí og hrærið vel saman.

5Hellið svo öllu saman í eldfast mót og stráið rifnum osti yfir og setjið inní ofn á 200 gráður í 15 mín.

6Á meðan sjóðið grjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

7Setjið svo Naan brauðin inní ofin bara rétt í lokin í 2-3 mín. Gott að strá smá osti yfir þau líka.

Uppskrift frá Aðalheiði hjá heidiola.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur í grænu karrý

Dásamlega bragðgóður og einfaldur réttur sem rífur aðeins í.

Quesadilla hringur

Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.

Kjúklingaspjót með sinnepsdressingu

Grilluð kjúklingaspjót með kaldri sósu.