Við elskum ferskt guacamole og hér höfum við örlítið sterkari útgáfu af dásamlegu guacamole!

Við elskum ferskt guacamole og hér höfum við örlítið sterkari útgáfu af dásamlegu guacamole!
Blinis er fullkominn forréttur eða smáréttur á hlaðborði! Sums staðar er hægt að kaupa tilbúnar kökur en það er ekkert mál að útbúa þær líkt og hér er gert og finnst mér það að sjálfsögðu betra.
Helgaruppskriftin er mætt og hún er virkilega gómsæt. Fullhlaðið nachos með kjúklingi, svörtum baunum, maís, ostasósu og salsasósu. Frábær réttur með köldum bjór.
Áttu von á gestum og veist ekki hvað þú átt að bera á borð? Þessi miðjarðarhafsútgáfa af japanskri hefð á eftir að vekja athygli. „Tataki“ er hefðbundin japönsk eldunaraðferð þar sem kjötsneiðar eru kryddaðar í bragðmikilli marineringu áður en þær eru steiktar við háan hita. Útkoman er ljúffengt karamelíserað yfirborð með safaríkri og létteldaðri miðju.
Risarækjur í Tabasco ofan á súrdeigs baguette með tómötum, avókadó, salati og ljúffengri sósu. Leikur við bragðlaukana! Mæli með að bera fram með ísköldu Cava og njóta í botn!
Það má sannarlega nota grillolíur fyrir annað en grillmat, en best er að borða blómkálsbitana um leið og þeir eru tilbúnir!
Haustið er komið til okkar af fullum krafti og þá er gott að útbúa góðar og kraftmiklar súpur. Þessi er alveg ótrúlega fljótleg og bragðgóð. Inniheldur fá hráefni og er þess utan vegan. Ég nota í hana kryddin frá Organic Liquid en ég mæli alveg sérstaklega með því að nota þau í súpur, sósur og pottrétti. Þessi er alveg fullkomin á köldum haust og vetrardögum, sér í lagi þegar við höfum lítinn tíma og nennum helst ekki að elda.
Bakaður camembert ostur fyrir alvöru sælkera, truffluhunangið er alveg æðislegt.
Ein besta kjúklingavængjasósa sem til er, hægt að gera hana eins sterka og hver og einn vill.