fbpx

Djúpsteikt blómkál

Það má sannarlega nota grillolíur fyrir annað en grillmat, en best er að borða blómkálsbitana um leið og þeir eru tilbúnir!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Djúpsteikt blómkál
 1 stk blómkálshaus (meðalstór)
 180 g hveiti
 30 g kartöflumjöl
 300 ml vatn
 4 msk Caj P grillolía með hvítlauk
 1 tsk matarsódi
 1 tsk salt
 600 ml matarolía til steikingar (canola eða grænmetis)
Chilli majó
 120 g majónes
 2 stk hvítlauksrif rifin
 1 msk sítrónusafi
 1 msk ólífuolía
 1 msk TABASCO sriracha
 ½ tsk paprikuduft
 ½ tsk salt

Leiðbeiningar

Djúpsteikt blómkál
1

Byrjið á því að hluta blómkálið niður í munnstóra bita.

2

Pískið síðan öllu öðru (nema steikingarolíunni) saman í skál og veltið blómkálsbitunum vel upp úr blöndunni.

3

Hitið olíuna í djúpum potti þar til hún nær um 180° hita og steikið blómkálsbitana í nokkrum skömmtum. Setjið eins marga í pottinn og þið getið hverju sinni en best er að nota töng og setja einn í einu (svo þeir festist ekki saman) og hafa smá rými í pottinum til að þeir steikist fallega.

4

Snúið reglulega og steikið hvern skammt í um 3-4 mínútur eða þar til bitarnir eru gullinbrúnir.

5

Leggið bitana á pappír til að fitan leki af þeim og þeir haldist stökkir og njótið síðan með chilli majó (sjá uppskrift hér að neðan).

Chilli majó
6

Pískið öllum hráefnum saman og geymið í kæli fram að notkun.


DeilaTístaVista

Hráefni

Djúpsteikt blómkál
 1 stk blómkálshaus (meðalstór)
 180 g hveiti
 30 g kartöflumjöl
 300 ml vatn
 4 msk Caj P grillolía með hvítlauk
 1 tsk matarsódi
 1 tsk salt
 600 ml matarolía til steikingar (canola eða grænmetis)
Chilli majó
 120 g majónes
 2 stk hvítlauksrif rifin
 1 msk sítrónusafi
 1 msk ólífuolía
 1 msk TABASCO sriracha
 ½ tsk paprikuduft
 ½ tsk salt

Leiðbeiningar

Djúpsteikt blómkál
1

Byrjið á því að hluta blómkálið niður í munnstóra bita.

2

Pískið síðan öllu öðru (nema steikingarolíunni) saman í skál og veltið blómkálsbitunum vel upp úr blöndunni.

3

Hitið olíuna í djúpum potti þar til hún nær um 180° hita og steikið blómkálsbitana í nokkrum skömmtum. Setjið eins marga í pottinn og þið getið hverju sinni en best er að nota töng og setja einn í einu (svo þeir festist ekki saman) og hafa smá rými í pottinum til að þeir steikist fallega.

4

Snúið reglulega og steikið hvern skammt í um 3-4 mínútur eða þar til bitarnir eru gullinbrúnir.

5

Leggið bitana á pappír til að fitan leki af þeim og þeir haldist stökkir og njótið síðan með chilli majó (sjá uppskrift hér að neðan).

Chilli majó
6

Pískið öllum hráefnum saman og geymið í kæli fram að notkun.

Djúpsteikt blómkál

Aðrar spennandi uppskriftir